fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. júlí 2025 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur staðfest að maður sé í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju í fjölbýlihúsi að Grænásbraut í Reykjanesbæ þann 13. júlí síðastliðinn.

DV greindi frá málinu í gær. Íbúi í húsinu sem ræddi við DV segir að stórhættulegt ástand hafi skapast en engan hafi sakað. Íbúinn sem grunaður er um íkveikju hafi oft sýnt af sér undarlega hegðun og virðist eiga við drykkjuvandamál að stríða. Hann er sagður hafa játað fyrir öðrum íbúa að hafa hellt bensíni í búð sinni og tendrað eld.

Allir íbúarnir voru komnir út úr húsinu er viðbragðsaðila bar að og engan sakaði. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en skemmdir urðu vegna sóts og reyks.

DV sendir fyrirspurn í gær til lögreglustjórans á Suðurnesjum og svar barst í dag frá Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögfræðingi á lögfræðisviði embættisins. Þar segir:

„Lögreglustjórinn á Suðurnesjum getur staðfest að til rannsóknar er bruni sem átti sér stað í fjölbýli að Grænásbraut, Reykjanesbæ þann 13. júlí sl. Rannsókn málsins lýtur að því hvort um íkveikju hafi verið að ræða.

Einn aðili var úrskurðaður í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar málsins þann 14. júlí sl. sem var í dag framlengt til 25. júlí nk.“

video
play-sharp-fill

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda
Fréttir
Í gær

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Í gær

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést
Hide picture