fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 12. júlí 2025 12:13

Árásin átti sér stað á bifreiðastæði í Mjódd. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður um fertugt er alvarlega slasaður eftir að hafa orðið fyrir hnífsstungu á bifreiðastæði við Mjóddina í Reykjavík í gærkvöld.

Tilkynning um málið barst lögreglu kl. 23.08 og hélt hún þegar á staðinn og fann þar brotaþola illa á sig kominn. Karlmaður á þrítugsaldri er grunaður um verknaðinn og var hann handtekinn nærri vettvangi. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild og er ástand hans alvarlegt líkt og áður sagði.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, eins og segir í tilkynningu lögreglunnar.

Uppfært kl. 19.12:
Árásarmaðurinn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 18. júlí á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“