fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlaráðgjafi skrifar reglulega pistla inn á vefinn Lifðu núna. Í þeim nýjasta rifjar hún upp að hafa þrisvar á ævinni þurft að tileinka sér nýtt tungumál: í Suðurríkjum Bandaríkjanna, blaðamannaskólanum í Osló í Noregi og síðan í Aarhus í Danmörku.

„Árið 1967 fór ég til Arkansas í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Ströglið í gegnum textana hans Shakespeares á málabraut í MA hjálpaði mér ekkert í glímunni við suðurríkjamállýskuna. Ég gaf mér að ég hefði lært vitlausa ensku. En eftir nokkra mánuði opnuðust einhverjar glufur og ég þraukaði námsárið út.

Næst var það í Blaðamannaskólanum í Osló. Þar þurfti ég að berjast við tugi af mállýskum ættuðum úr krummaskuðum upp strandlengjuna allt norður til Kirkenes. Annar höfuðverkur. Fyrsta tilraun mín til þess að tjá mig var í fatabúð í borginni. „Må jeg pröve?“ spurði ég á prentsmiðjudönskunni minni úr skóla. „Nej, du må ikke pröve men du kan hvis du vil,“ var hvasst svar dömunnar. Henni var greinilega misboðið. Þessi útlendingur heldur að hún verði að prófa! Eru engin takmörk fyrir vitleysunni.“

Þriðja skiptið var síðan danskan í Aarhus þar sem Sigrún var komin í ábyrgðarmikið starf og með danskan ritara.

„Ég kom heim á kvöldin örmagna eftir stríðið við danskt talmál. Ritarinn sagði í tíma og ótíma eitthvað sem hljómaði eins og egoossss. Ég safnaði kjarki og spurði hana hvað þetta þýddi? Hún varð rauð í framan og sagði að þetta þýddi Ikke også eða í raun ekki neitt. Ég googlaði þetta áðan og komast að raun um egoossss (ikke også) væri notað í dönsku talmáli og væri til þess að undirstrika eða staðfesta það sem maður væri að segja. Sem sagt alveg óþarft. Ritarinn hætti að nota egoossss eftir þetta samtal.“

Segir Sigrún að framangreint hafi verið langur formáli að kjarna málsins. Í dag lifit hún heldur þægilegu lífi og tjái sig fyrst og fremst á íslensku.

„Ég læt ekki egoossss trufla mig lengur. Nú eru það orðin heldur betur sem eru að fara með mig. Dagskrárgerðarfólk, viðmælendur, vinir og fjölskylda. Það er allt botnað með heldur betur. Þetta verður góður þáttur. Já heldur betur. Þú ert stödd í miðborginni. Já heldur betur. Ertu komin í sumarfrí? Já heldur betur. Það er alveg magnað hvernig svona tugga getur stungið sér inn í talmál jafnvel besta fólks.

Ég reyni að hugga mig með því að þetta gangi yfir eins og covid gerði á sínum tíma. En ef það gerist ekki, er ég með tillögu. Nú er búið að friðlýsa Hólavallakirkjugarð. Ég legg til að fyrsta verkefnið eftir friðlýsingu verði táknræn útför þessara óþörfu, merkingarlausu orða. Það yrði heldur betur þörf athöfn. Ég myndi hafa fyrir því að keyra suður til þess að vera viðstödd. Það væri heldur betur þess virði!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Í gær

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Í gær

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“