fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Telja mikla hættu á að vitinn á Gjögurtá falli í sjóinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. júní 2025 08:57

Myndir: Vegagerðin/Atli Örn Sævarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur nú tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Þetta hefur valdið því að vitinn hallar verulega og töluverð hætta er á að hann falli fram af klettanösinni þar sem hann stendur, í sjóinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.

Þar kemur fram að byggingin gegni enn hlutverki dagmerkis fyrir sjófarendur og skal ljós vitans lýsa frá 1. ágúst til 15. maí næsta árs.

Engin hætta er talin vera til staðar fyrir sjófarendur að svo stöddu, að öðru leyti en því að hætta getur skapast ef vitinn fellur í sjó.

„Vegagerðin mun á næstunni gefa út Tilkynningu til sjófarenda (Tts). Í tilkynningunni verða sjófarendur upplýstir um að vitinn sé ótraustur og vinnur Vegagerðin nú að því að meta næstu skref til að tryggja öryggi siglinga á hafsvæðinu,“ segir Vegagerðin.

Þá segir enn fremur að ástand vitans hafi komið í ljós í árlegri þjónustuferð Vegagerðarinnar þar sem siglt er hringinn í kringum landið og viðhaldi sinnt á þeim landsvitum sem aðeins er hægt að komast að frá sjó.

Stuttu áður en vitinn var þjónustaður, þann 3. júní síðastliðinn, höfðu sjófarendur á svæðinu haft samband við Vaktstöð siglinga og greint frá því að vitinn hallaði óvenju mikið. Vaktstöðin kom þeim upplýsingum til Vegagerðarinnar en þá var þegar áætlað að skoða vitann.

„Vegagerðin hefur undanfarin ár fylgst náið með ástandinu á staðnum þar sem jarðvegur hefur verið á hreyfingu. Jarðskjálftavirkni er vel þekkt á þessum slóðum og jarðskorpuhreyfingar hafa verið tíðar undanfarin ár og er það líkleg skýring á því að hrunið hefur bæði úr undirstöðum vitans og úr hlíðinni þar sem hann stendur. Auk þess hafa verið nokkur skriðuföll á þessum slóðum  undanfarin ár og gæti ágangur sjávar einnig haft áhrif,“ segir Vegagerðin á vef sínum.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar er rifjað upp að fyrsti viti á Gjögurtá hafi verið reistur árið 1965 en á eyðilagðist í gassprengingu sumarið 1969.

„Núverandi viti var reistur árið 1970 í framhaldinu. Hann stendur í 28 metra hæð  á klettanös undir Gjögurfjalli, ysta fjalli Flateyjarskaga. Ljósahús hans er 3,2 metra hátt, úr trefjaplasti, og stendur á steyptum sívöllum grunni. Ljóshúsið er með lóðréttum rúðum, keilulaga þaki og stórri lofttúðu efst, þar sem ljós vitans var áður knúið með gasi. Í dag er hann útbúinn rafgeymum sem hlaðnir eru með sólarorku sem knýja ljósið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins