fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Jón Viðar botnar ekkert í Ingu Sæland: „Hef ég misskilið eitthvað, Inga?!“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. júní 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Jónsson, einn þekktasti leiklistargagnrýnandi landsins, segist ekki botna neitt í Ingu Sæland og félögum hennar í Flokki fólksins að ætla að afnema þær hömlur sem nú eru á gæludýrahaldi í fjölbýlishúsum.

Frumvarp um þetta liggur fyrir á Alþingi en það felur í sér að samþykki annarra eigenda verður ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. Er frumvarpinu ætlað að liðka fyrir hunda- og kattahaldi fólks, óháð efnahag og búsetu.

Jón Viðar sagði í færslu á Facebook-síðu sinni um helgina að hann þekkti ágætlega til þessara mála og fullyrðir hann að núverandi takmarkanir séu fullkomlega réttmætar.

„Ef þetta verður mun það örugglega verða til þess að flæma fólk með erfiða ofnæmissjúkdóma úr íbúðum sínum. – Ég sem hélt að þið í Flokki fólksins ætluðuð að standa með þeim sem eiga undir högg að sækja í lífinu! Eða hef ég misskilið eitthvað, Inga?!“

Fjörugar umræður hafa farið fram undir færslu Jóns Viðars og sitt sýnist hverjum. „Ótrúlega vitlaust og vanhugsað,“ segir einn. „Ég þekki eldri konu sem missti manninn sinn og varð að minnka við sig húsnæðislega. Hún átti smáhund sem var hennar líf og yndi. Sorglegt að hún var skikkuð til að láta hann frá sér vegna eins íbúa í blokkinni. Sá hefði líklega aldrei orðið hundsins var,“ segir svo í annarri.

Fjallað var um frumvarpið í fréttum Sýnar um helgina og sagði Sólrún Melkorka Maggadóttir, formaður Félags íslenskra ofnæmislækna, að hennar stétt hefði áhyggjum af yfirvofandi breytingum.

„Síðan er náttúrulega hópur líka sem fær mikið ofnæmiskvef, nefstíflur, lekur mikið úr nefinu, kláði, nef og augu og slíkt af dýrunum bara eins og frjókornum og öðrum umhverfis- og ofnæmisvökum og það náttúrulega truflar líf og skerðir lífsgæði mjög mikið líka og það á ekkert bara við um ef dýrið er inni í húsnæðinu þínu heldur ef þú þarft að ganga reglulega um svæði þar sem dýrin eru eins og á teppalögðum gangi eða einhverju slíku, þá berst þetta inn með skónum, þessir ofnæmisvakar eru afskaplega smáir og límkenndir og klístrast með manni í förum allar leiðir,“ sagði Sólrún meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“