fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Flugslysið á Indlandi: Telur að allir hafi farist og margir á jörðu niðri

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. júní 2025 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er talið að nokkur hafi lifað af hið skelfilega flugslys sem varð á Indlandi í morgun þegar vél Air Aindia af gerðinni Boeing 787-8 Dreamliner brotlenti skömmu eftir flugtak frá borginni Ahmedabad.

Vélin var á leið til Gatwick-flugvallar í London en alls voru 242 farþegar um borð; 169 Indverjar, 53 Bretar, sjö Portúgalar og einn Kanadamaður. Ellefu þeirra sem um borð voru börn, þar af tvö kornabörn. Um borð voru einnig tveir flugmenn og tíu manna áhöfn.

Sjá einnig: Alvarlegt flugslys í Indlandi – Full vél á leið til London Gatwick brotlenti

G.S. Malik, lögreglustjóri á svæðinu, segir útlit fyrir að enginn hafi lifað slysið af. Aðgerðir hafa staðið yfir síðustu klukkustundirnar og hafa minnst 30 lík fundist.

Vélin brotlenti í íbúðabyggð og segir Malik útlit fyrir að margir á jörðu niðri hafi einnig látist í slysinu.

„Skrifstofan okkar er nálægt byggingunni sem vélin brotlenti á. Við sáum fólk stökkva af 2. og 3. hæð hennar til að bjarga sér. Vélin var alelda,“ hefur Mail Online eftir íbúa á svæðinu.

Rannsókn á tildrögum slyssins er á frumstigi en á myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá þegar vélin lækkar hægt og rólega flugið uns hún brotlendir á jörðu niðri. Þar sem vélin var stútfull af eldsneyti braust út mikið eldhaf eftir slysið. Gögn sýna að vélin var í 825 feta hæð, liðlega 250 metra, þegar hún byrjaði skyndilega að lækka flugið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“