fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Ferðakonan sem féll í Brúará er látin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. júní 2025 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarlegt slys varð í gær þegar erlendur ferðamaður, kona á fertugsaldri, féll í Brúará við Hlauptungufoss. Tilkynning um slysið barst klukkan 16:15 og var fjölmennt lið viðbragðsaðila kallað út. Konan fannst fljótt eftir að fyrstu viðbragðsaðilar mættu á vettvang, en hún var úrskurðuð látin á staðnum.

Rannsókn á tildrögum slyssins er nú í höndum rannsóknardeildar Lögreglustjórans á Suðurlandi.

Um er að ræða þriðja ferðamanninn sem lætur lífið í Brúará síðustu þrjú árin. Í september á síðasta ári lést ferðamaður frá Katar lífið eftir að hann féll í Hlauptungufoss í Brúará. Hann var um þrítugt og var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Árið 2022 lést kanadískur fjölskyldufaðir í hörmulegu slysi þegar hann reyndi að bjarga syni sínum sem féll í ána. Honum tókst að bjarga syni sínum en svo hrifsaði straumþung áin manninn með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE
Fréttir
Í gær

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu