fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Leikskólastarfsmaður í Vestmannaeyjum sendur í leyfi eftir að hafa slegið til barns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. maí 2025 15:25

Frá Vestmannaeyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður leikskóla hjá Vestmannaeyjabæ hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa slegið til barns. Frá þessu greinir RÚV en fréttastofan fékk staðfestingu frá framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar.

Í fréttinni kemur fram að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku og það sé til meðferðar hjá deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála Vestmannabæjar og mannauðsstjóra bæjarsins.

Lögreglu hafi hins vegar ekki verið gert viðvart né hafi foreldrum barnsins verið tilkynnt um málið frá leikskólastjórnendum.

Verði atvikið staðfest má búast við því að starfsmaðurinn fái áminningu í starfi eða verði sagt upp störfum.

Sjá nánar á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu
Fréttir
Í gær

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Í gær

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum