Í tilkynningu sem lögregla birti á Facebook-síðu sinni kemur fram að þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn hafi komið í ljós að þar voru tveir einstaklingar með áverka.
Annar var með talsverða áverka, líklega eftir eggvopn, en þó ekki lífshættulega slasaður. Var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík til aðhlynningar. Áverkar hins aðilans eru minni háttar.
Málið er á frumstigi og unnið að rannsókn.
Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu.