fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Viðskiptavinir Kötlu styrktu Ljónshjarta um dágóða upphæð – „Safnast ekki af sjálfu sér, þið gerðuð þetta!“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 26. maí 2025 09:26

Katla Hreiðarsdóttir Mynd Facebook: Unnur Magna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katla Hreiðarsdóttir, eigandi verslunarinnar Systur og makar, er mikill brasari og í nokkur ár hefur hún gert hugmyndir að páskaföndri og deilt frítt með áskrifendum póstlista verslunarinnar. 

Í ár ákvað hún að breyta til og bjóða þeim sem vildu að greiða fyrir pakkann smávegis upphæð. Ágóðinn rann til Ljónshjarta. Í dag deildi Katla svo hversu há upphæð safnaðist til þessa góða málefnis.

„Þetta tókst okkur saman!!! Páskapakkinn í ár var eins og fyrri ár frír fyrir alla sem vildu en fæddist svo hugmynd um að bjóða þeim sem vildu að greiða fyrir pakkann. Fengi þannig pakkinn sem nú þegar gleður börn víða um heim enn meira vægi og færi þá upphæðin til góðs málefnis

Ljónshjarta eru samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri. Þetta málefni er mér ansi nærri en í febrúar á þessu ári missti ég eldri bróðir minn aðeins 46 ára fjölskyldumann úr illvígu krabbameini. 

Vonin var að safna smá sjóð til að gefa í hans nafni en aðalverkefni félagsins er að niðurgreiða sálfræðikostnað barna og maka sem eftir lifa. Það er mér mikill heiður að veita þessu góða félagi þennan veglega styrk með ykkar aðstoð!

1.970.000.- safnast ekki af sjálfu sér, þið gerðuð þetta!

Takk fyrir að vera grand og frábær! TAKK!!!!!

Ps. Það er alltaf hægt að styrkja félagið beint:

Reikningsnúmer: 536-14-400960 Kennitala: 601213-0950.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“