fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Deilur við fyrrverandi formann húsfélags í Efstasundi taka engan endi – Fyrir dóm vegna vanskila í hússjóð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 24. maí 2025 12:00

Efstasund 100. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birt hefur verið stefna í Lögbirtingablaðinu þar sem eigandi tveggja íbúða í fjölbýlishúsi í Efstasundi er krafinn um greiðslu á vangoldnum gjöldum í hússjóð. Skuldin er ekki há en stefnan vekur athygli vegna forsögu málsins. Sú stefnda, Glaucia Da Conceicao Pereira, er fyrrverandi formaður húsfélagsins og deilur hennar við aðra íbúðaeigendur hússins hafa hvað eftir annað farið fyrir dómstóla.

Í stefnunni krefur húsfélagið Glauciu um rúmlega 112 þúsund krónur ásamt dráttarvöxtum vegna vanskila á gjöldum í hússjóð það sem af er þessu ári. Kemur fram í stefnunni að Glaucia er þinglýstur eigandi tveggja íbúða í húsinu. Segir að skuldin hafi ekki fengist greidd þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir. Stefnan er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki er vitað um heimilisfang Glauciu en í þjóðskrá er hún skráð til heimilis í útlöndum.

Var sökuð um fjárdrátt

Í lok árs 2023 birti DV frétt þess efnis að Glaucia hefði árangurslaust freistað þess að fá nauðungarsölu á íbúð hennar í húsinu rift. Þrátt fyrir nauðungarsöluna er Glaucia þinglýstur eigandi tveggja íbúða í húsinu í dag.

Einnig kemur fram að Glaucia var formaður húsfélagsins að Efstasundi 100 á árunum 2017 til 2019. Var hún sökuð um að hafa millifært með ólögmætum hætti rúmlega 2,8 milljónir króna af reikningi húsfélagsins. Hluta af fénu tók hún sem laun til sín án þess að hafa til þess heimild, en rúmlega 2,1 milljónir króna samtals greiddi hún fimm einstaklingum án heimildar. Húsfélagið kærði Glauciu til lögreglu en þeirri kæru var vísað frá.

Höfðaði húsfélagið þá einkamál á hendur Glauciu og var hún dæmd bæði í héraðsdómi og Landsrétti til að greiða húsfélaginu tæpar 2,9 milljónir króna í skaðabætur. Í dómsorði Landsréttar sagði meðal annars:

„Að öllu framangreindu virtu verður það metið áfrýjanda til sakar að hafa greitt sér þóknanir vegna starfa sem formaður stefnda. Fjárhæð þeirra þóknana er óumdeild í
málinu og samsvarar tjóni stefnda af þessum sökum.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“