fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Drama í Efstasundi 100: Fyrrverandi formaður húsfélagsins reyndi að fá rift nauðungarsölu á íbúð sinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. desember 2023 15:58

Efstasund 100. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti fyrir skömmu úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá kröfu Glauciu Da Conceiaco Pereia, þess efnis að nauðungarsala á íbúð hennar í fjölbýlishúsi við Efstasund 100 í Reykjavík, skuli ógilt. Íbúðin var sett á nauðungarsölu að kröfu húsfélagsins í Efstasundi 100 sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti.

Málið á töluverða forsögu en Glaucia var formaður húsfélagsins að Efstasundi 100 á árununm 2017 til 2019. Hún var sökuð um að hafa millifært með ólögmætum hætti rúmlega 2,8 milljónir króna. Hluta af því tók hún sem laun til sín án þess að hafa til þess heimild, en rúmlega 2,1 milljónir króna samtals greiddi hún fimm einstaklingum án heimildar.

Húsfélagið kærði Glauciu til lögreglu en þeirri kæru var vísað frá. Höfðaði húsfélagi þá einkamál á hendur Glauciu og var hún dæmd bæði í héraðsdómi og Landsrétti til að greiða húsfélaginu tæpar 2,9 milljónir króna í skaðabætur. Sjá nánar hér.

Ekki kemur fram í þeim gögnum sem DV hefur aðgang að í málinu (dómar og úrskurðir héraðsdóms og Landsréttar) hvers vegna krafist var nauðungarsölu á íbúð konunnar en leiða má líkur að því að hún hafi ekki staðið í skilum með þær skaðabætur sem hún var dæmd til að greiða vegna fjárdráttarins er hún var formaður húsfélagsins. Þetta er þó ekki staðfest.

Varðandi frávísun á kröfu Glauciu um að ákvörðun sýslumanns um nauðungarsölu á íbúð hennar verið rift þá er litið til þess að ekki sé hægt að krefjast ógildingar á nauðungarsölu án samþykkis gerðarbeiðanda, sem í þessu tilfelli er húsfélagið að Efstasundi 100. Ljóst er að það leyfi lá ekki fyrir og hefði aldrei verið veitt. Ennfremur þykir málatilbúnaður Glauciu, sem flutti mál sitt sjálf, vera óskýr. Í úrskurði héraðsdóms sagði:

„Af erindi sóknaraðila verður helst ráðið að tilgangur beiðni sóknaraðila sé að fá ógilta nauðungar-sölugerð en í bréfi sóknaraðila er í engu gerð grein fyrir kröfugerðinni fyrir utan það að sóknaraðili „krefst þess að nauðungarsala verði sett í bið á meðan málið er tekið fyrir héraðsdómi, og að umkrafðri skuldfærslu verði frestað á meðan málið er dæmt“.Meðfylgjandi bréfi sóknaraðila fylgdi skjal merkt „Greinargerð (Héraðsdómsmáli stefnt)“.

Greinargerðin virðist vera sambland af málsástæðum er lúta að því að dómar sem gengið hafi gegn gerðarþola verði felldir úr gildi í heild sinni og að nauðungarsölur í fleirtölu verði felldar úr gildi með öllu. Þá er ómögulegt að átta sig á málsástæðum sóknaraðila og á uppbyggingu þeirra sem og orðfæri í texta.

Þá lagði sóknaraðili einnig fram þykka möppu merkta sem sönnunargögn/skjöl sem virðist í raun vera endurupptökubeiðni vegna dóms sem hefur gengið í Landsrétti, fremur en fylgigögn með kröfu um stöðvun nauðungarsölu eða úrlausn um gildi nauðungarsölu.

Eru þessi gögn því ekki til þess fallin að varpa ljósi á kröfu sóknaraðila. Kröfugerðin sjálf og fylgigögn eruþannig verulega vanreifuð og er í raun ógerningur að átta sig á því hvað er verið að fara fram á og á hvaða grundvelli. Ber þar helst að nefna að ekki er vísað til þess hvaða nauðungarsölu sé verið að krefjast ógildingar á, engin gögn um söluna sjálfa fylgja með kröfunni eða upplýsingar um hvort og/eða hvenær nauðungarsala hafi farið fram.“

Úrskurði Landsréttar og héraðdsóms í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð