fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. maí 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem tekið var í skipi fyrirtækisins Oceangate þegar kafbáturinn Titan féll saman með þeim afleiðingum að allir fimm sem voru um borð létust hefur nú verið gert opinbert.

Þar sést eiginkona Stockton Rush, stofnanda Oceangate, heyra hljóð sem bendir til þess að eitthvað hafi farið úrskeiðis neðansjávar þegar kafbáturinn var á leið niður að flaki Titanic. Slysið var í júní 2023 og auk Stockton létust Hamish Harding, Paul Henri Nargeloet, Shahzada Dawood og 19 ára sonur hans, Suleman.

„Hvaða hvellur var þetta?,“ heyrist Wendy Rush, eiginkona Stocktons, segja en hún var um borð í skipi sem fylgdist með ferðalagi Titan niður að flaki Titanic.

Það var breska ríkisútvarpið, BBC, sem birti myndbandið og verður það, ásamt öðrum gögnum úr rannsókn bandarísku strandgæslunnar, birt í heimildarmyndinni Implosion: The Titanic Sub Disaster.

Rannsóknarnefnd strandgæslunnar hefur rannsakað slysið í tvö ár og samkvæmt frétt BBC munu koma fram í myndinni upplýsingar sem ekki hafa áður litið dagsins ljós. Meðal annars að koltrefjarnar sem kafbáturinn var byggður úr voru teknar að brotna niður um ári áður en slysið varð.

Wendy var einnig stjórnarmaður í Oceangate og á myndbandinu sést hún sitja fyrir framan tölvu sem notuð var til að senda og taka á móti skilaboðum frá Titan. Þegar báturinn var kominn niður á um 3.300 metra dýpri heyrist hljóð sem líkist hurð að skella aftur.

Hún hikar, lítur upp og spyr annað starfsfólk hvaða hljóð þetta hafi verið. Stuttu síðar bárust textaskilaboð frá kafbátnum þess efnis að allt væri í lagi sem varð til þess að Wendy hélt að allt gengi samkvæmt áætlun.

Í frétt BBC kemur fram að skilaboðin hafi líklega verið send augnabliki áður en kafbáturinn féll saman og voru þau lengur að berast en hljóðið. Í frétt BBC kemur fram að fulltrúar bandarísku strandgæslunnar segi að hljóðið hafi verið í kafbátnum þegar hann féll saman.

Bent er á það í umfjöllun BBC að sérfræðingar í djúpsjávarrannsóknum og fyrrverandi starfsmenn Oceangate hefðu varað við hönnun Titan. Einn segir að slysið hafi verið „óhjákvæmilegt“ og þá hafi Titan aldrei gengist undir sjálfstæða öryggisúttekt og fengið vottun. Sneru áhyggjurnar aðallega að því að skrokkurinn – meginhluti kafbátsins þar sem farþegarnir sátu – hafi verið úr koltrefjum sem geta verið óáreiðanlegar undir miklum þrýstingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn kominn undir 19 prósent – Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa allir fylgi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ása Lind um átökin í Sósíalistaflokknum – „Peningar gera fólk oft brjálað“

Ása Lind um átökin í Sósíalistaflokknum – „Peningar gera fólk oft brjálað“
Fréttir
Í gær

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum
Fréttir
Í gær

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot
Fréttir
Í gær

Baltasar og Ólafur Jóhann taka höndum saman aftur – Að þessu sinni í íbúð 10B

Baltasar og Ólafur Jóhann taka höndum saman aftur – Að þessu sinni í íbúð 10B
Fréttir
Í gær

Óvenjuleg sjón blasti við í morgungöngutúrnum – „Um leið og ég sá að það kom einhvað hvítt út að þá hringdi ég rakleiðis í Reykjavíkurborg!“ 

Óvenjuleg sjón blasti við í morgungöngutúrnum – „Um leið og ég sá að það kom einhvað hvítt út að þá hringdi ég rakleiðis í Reykjavíkurborg!“