fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Telur að styttan af séra Friðrik fari aftur á sinn stað – Segir hann hafa verið öfundaðan

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. maí 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Pétursson prófessor emeritus í guðfræði við Háskóla Íslands kemur séra Friðriki Friðrikssyni til varnar og lýsir efasemdum um að þessi einn þekktasti og áhrifamesti prestur Íslandssögunnar hafi raunverulega brotið kynferðislega gegn drengjum eins og haldið hefur verið fram. Pétur telur líklegt að styttunni af séra Friðrik sem var fjarlægð úr miðborg Reykjavíkur og komið fyrir í geymslu verði komið aftur fyrir á sínum stað. Segir Pétur að séra Friðrik hafi verið öfundaður vegna þess hversu miklum árangri hann náði sem æskulýðsleiðtogi.

Séra Friðrik fæddist 1868 og lést 1961. Hann stofnaði meðal annars KFUM og KFUK á Íslandi og einnig íþróttafélögin Val og Hauka. Hann var áhrifamikill í íslensku samfélagi og helgaði krafta sína einna helst æskulýðsstarfi en þó fremur með drengjum en stúlkum. Í bókinni Séra Friðrik og drengirnir hans eftir Guðmund Magnússon sem kom út 2023 kemur hins vegar fram að Friðrik hafi brotið kynferðislega á drengjum.

Í kjölfarið lét stjórn KFUM og KFUK kanna málið og eftir þá rannsókn gaf stjórnin út yfirlýsingu þar sem kom fram að borist hefðu vitnisburðir um brot séra Friðriks og voru þolendur hans beðnir afsökunar.

Styttan af séra Friðrik, sem bar heitið Séra Friðrik og drengirnir hans og hafði staðið við Lækjargötu frá því á sjötta áratug síðustu aldar, var í kjölfarið fjarlægð.

Efasemdir

Þó eru sumir sem hafa lýst efasemdum og telja að ekki hafi verið nægilegar sönnur færðar á sekt hins löngu látna séra Friðriks.

Meðal þeirra er Jón Magnússon lögmaður og fyrrum alþingismaður sem hefur kallað eftir nýrri rannsókn á ásökununum í garð séra Friðriks.

Fyrr í vikunni ritaði síðan séra Valgeir Ástráðsson, fyrrverandi sóknarprestur á Eyrarbakka, grein þar sem hann kom séra Friðrik til varnar.

Séra Valgeir kemur séra Friðriki til varnar – Hann hafði viðurnefnið „Friðrik barnavinurinn“

Pétur Pétursson prófessor emeritus í guðfræði við Háskóla Íslands tekur undir með Jóni um að þörf sé á nýrri rannsókn í málinu.

Þegar áðurnefnd bók Guðmundar Magnússonar kom út lofaði Pétur bókina en sagðist telja að miðað við það sem kæmi fram í henni hefði séra Friðrik ekki farið yfir strikið í samskiptum sínum við drengi.

Telur að séra Friðrik hafi ekki farið yfir strikið

Öfundaður

Í nýrri færslu á samfélagsmiðlum tekur Pétur eins og áður segir undir með Jóni og lýsir einnig eigin rannsóknum á sögu séra Friðriks. Hann segir að á níunda áratug síðustu aldar hafi hann eytt mörgum mánuðum í að kanna heimildir um KFUM og KFUK og séra Friðrik og rætt við marga félagsmenn og aðra sem þekktu hann. Einn þeirra hafi verið sagnfræðingur sem þekkt hafi sögu KFUM af eigin raun. Umræddur maður hafi einu sinni haldið fram þeim orðrómi að séra Friðrik hafi verið samkynhneigður en þegar Pétur hafi spurst frekar fyrir um það og kannað málið hafi ekkert komið út úr því.

Pétur bætir því við að aldrei hafi þessi sagnfræðingur sem þekkti sögu KFUM svo vel ýjað að því að séra Friðrik hefði verið barnaníðingur. Pétur segist oft hafa velt fyrir sér þessum ásökunum í garð séra Friðriks:

„Friðrik innrætti sínu fólki einstaklingshyggju og athafnasemi og sósíalismi var eitur í hans beinum. Margir drengja hans risu úr verkalýðsstétt og erfiðum fjölskylduaðstæðum upp í milli- og borgarastétt og nokkrir komust til áhrifa í Sjálfstæðisflokknum. Friðrik náði meiri árangri sem æskulýðsleiðtogi en aðrir og það hefur skapað öfund auk þess sem menn skildu ekki áhrifamátt hans.“

Pétur segist að lokum telja að styttunni af séra Friðrik verði aftur komið fyrir við Lækjargötu og þar eigi hún heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“

Allt á suðupunkti í Grafarvogi: „Örfáir sem við erum búin að hitta sem eru ekki brjálaðir“
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp