fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. maí 2025 07:00

Var reynt að drepa Pútín? Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín hefur ekki viljað láta börn borgara í efri stéttum rússneska samfélagsins berjast í Úkraínu og til að komast hjá því hafa fangar verið fengnir til liðs við herinn gegn loforði um háar greiðslur og sakaruppgjöf að herþjónustu lokinni.

En þessi taktík hans hefur reynst hafa ákveðna ókosti sem koma í bakið á Pútín.

Þrátt fyrir að margir fanganna, sem hafa látið þessi gylliboð heilla sig, snúi ekki heim frá vígvellinum, þá gera sumir það og þeir koma heim með ofbeldið frá vígvellinum. Washington Post skýrir frá þessu.

Miðillinn segir að samkvæmt tölum rússneska miðilsins Vyorstka hafi að minnsta kosti 196 Rússar verið drepnir og 558 særðir alvarlega af hermönnum, sem hafa snúið heim frá Úkraínu. Meirihluti morðanna var framin af fyrrum föngum en 76 morð voru framin af hermönnum sem hafa aldrei setið í fangelsi. Vyorstka segir að talið sé að morðin séu mun fleiri.

Washington Post segir að ofbeldisverk séu mjög algeng í Rússlandi og að almennt séð fari ofbeldisverkum fjölgandi í landinu.

Á síðasta ári skráði innanríkisráðuneytið 617.301 ofbeldismál. Til samanburðar má nefna að 2017 voru skráð ofbeldismál 437.300.

Ein af ástæðunum fyrir aukningunni er að mati sérfræðinga að hermönnum stendur engin sálfræðiaðstoð til boða eftir að þeir snúa heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“