Nýjar gervihnattarmyndir sýna að Rússar virðast vera að bæta við herafla sinn á mörgum stöðum við landamæri Rússlands að Finnlandi og Noregi.
Til dæmis eru þeir búnir að koma herþyrlum fyrir í um 180 km fjarlægð frá finnsku landamærunum og 110 kílómetra frá þeim norsku að sögn Sænska ríkistúvarpsins, SVT.
SVT hefur eftir Michael Claesson, yfirmanni sænska hersins, að herinn fylgist vel með því sem rússneski herinn gerir á svæðinu. Hann sagði að í hans huga stafi raunveruleg ógn af Rússlandi og muni gera um ókomna framtíð.
Finnar gengu í NATÓ 2023 og Svíar 2024.
NATÓ er að taka nýjar höfuðstöðvar í notkun í finnska hluta Lapplands og er reiknað með að sænskir hermenn verði staðsettir þar auk hermanna frá öðrum NATÓ-ríkjum.
Claesson sagði að uppbygging Rússa við landamærin sé í takt við fyrri yfirlýsingar þeirra því þegar Svíar og Finnar sóttu um inngöngu í NATÓ hafi Rússar sagt að þeir myndu grípa til aðgerða vegna þess og það sé það sem þeir hafi nú gert.