fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Sérfræðingur varar við – „Pútín vill ekki frið“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. maí 2025 07:00

Pútín hefur að sögn ekki áhuga á friði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Pútín vill ekki varanlegan frið, hann vill pásu.“ Þetta sagði Rússlandssérfræðingurinn Flemming Splidsboel eftir að Vladímír Pútín sagði aðfaranótt sunnudags að rétt sé að Úkraína og Rússland hefji beinar friðarviðræður, án nokkurra skilyrða, í Istanbúl í Tyrklandi.

B.T. hefur eftir Splidsboel, að þetta sé ekki raunverulegt friðarútspil hjá Pútín. „Það sem er að gerast, er að hann hafnar vopnahléi. Við verðum að greina orðavalið,“ sagði hann.

Pútín lét þessi ummæli falla eftir að evrópskir þjóðarleiðtogar lögðu til 30 daga vopnahlé en þeirri tillögu höfnuðu Rússar strax.

Það var ekki bara Pútín sem sagði nei: „Rússneskir fjölmiðlar voru mjög neikvæðir áður en hann talaði. Þeir skrifuðu til dæmis: „Rússar, þið eigið að gefast upp“. Þetta var sá rammi sem þeir settu utan um vopnahléstillöguna,“ sagði Splidsboel.

Hann benti á að Pútín hafi áður krafist þess að Úkraína fái ekki vopn, megi ekki kalla menn í herinn né færa hersveitir sínar til, á meðan Rússar megi geri það sem þeim sýnist. Þess vegna geti hann ekki skyndilega samþykkt vopnahlé án skilyrða. En þetta þýðir að mati Splidsboel ekki að Pútín vilji allt í einu frið.

„Pútín vill gjarnan frið, en hann vill ekki varanlegan frið. Hann vill frið út frá sínum skilyrðum og bara tímabundinn frið,“ sagði hann.

Hann sagði þetta snúast um að Pútín vilji hlé til að geta byggt herinn upp á nýjan leik og síðan byrjað stríðið aftur.

„Þá gæti Pútín sagt við sjálfan sig: „Nú tökum við smá hlé og síðan byrjum við aftur eftir tvö eða þrjú ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Í gær

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Í gær

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu