fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. maí 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið uppnám ríkir vegna uppsagna hjá fornleifafræðingum og forvörðum á Þjóðminjasafninu. DV fjallaði um málið fyrir helgi og þar segir:

„Fólk í mennta-og menningarstofnunum á Íslandi er mjög ósátt við að þjóðminjavörður hafi ákveðið að segja upp þremur fornleifafræðingum hjá Þjóðminjasafni Íslands. Samkvæmt heimildum DV skilur fólk ekki þessa ákvörðun, á erfitt með að sjá rökin fyrir þessu og telur þetta alveg galið.

Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir meðal annars um þetta á Facebook:

„Það voru að berast þær fréttir að þjóðminjavörður, Harpa Þórsdóttir, væri búin að reka þrjá fornleifafræðinga vegna skipulags-og áherslubreytingar í þessu höfuðsafni landsins.“ Hann bætir svo við: „Hvernig er hægt að komast upp með svona framkomu án þess að gefa skýringar nema málamynda yfirklór? Hvernig er hægt að réttlæta það að segja upp þremur af fjórum fornleifafræðingum sem starfa við Þjóðminjasafn Íslands þegar þessi stofnun hefur fyrir nokkrum árum verið gerð háskólastofnun sem krefst vísindalegra gæða af starfsfólki sínu? Er hægt að hugsa sér þjóðminjasafn án fornleifafræðinga? Hvar í heiminum væri slíkt á dagskrá?““

Mikil blóðtaka

Þær Snædís Sunna Thorlacius, hjá Félagi fornleifafræðinga, og Ingibjörg Áskelsdóttir, hjá Félagi norrænna forvarða á Íslandi, fara yfir málið í aðsendri grein á Vísir.is í dag. Segja þær að helmingi þess starfsfólks við Þjóðminjasafnið sem menntað er í fornleifafræði hafi verið sagt upp. Þær draga í efa uppgefnar hagræðingarástæður fyrir uppsögnunum:

„Félag fornleifafræðinga og Félag norrænna forvarða á Íslandi eru uggandi yfir nýlegum uppsögnum starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið var sagt upp á einu bretti. Þetta eru sérfræðingar sem sumir hverjir hafa starfað fyrir safnið í meira en áratug. Þau hafa sinnt mikilvægu starfi innan veggja safnsins í þágu allrar þjóðarinnar, enda fornminjar þjóðareign. Þetta er áfall fyrir það góða starf sem fornleifafræðingar og forverðir hafa unnið innan safnsins allt frá stofnun þess og finnst okkur hart vegið að stéttunum með þessum uppsögnum. 

Gefnar ástæður fyrir uppsögnunum eru hagræðingar og áherslubreytingar innan safnsins. Félögin gera sér grein fyrir að hagræðingar þurfi að eiga sér stað en að fórna þurfi störfum fornleifafræðinga og forvarða innan Þjóðminjasafnsins til þess að skapa nýjar stöður í staðinn er ósanngjarnt, og þá sérstaklega innan höfuðvígis okkar, Þjóðminjasafnsins. Þetta er mikil blóðtaka fyrir fögin, enda ekki margar fastar stöður innan þeirra í boði á Íslandi.“

Benda þær á að eftir uppsagnirnar sé aðeins ein staða fornleifafræðings við safnið og ein staða forvarðar. Segja þær að lítið megi út af bregða til að fornminjar sitji undir skemmdum og fleiri starfsmenn þurfi til að móttaka og meðhöndla þá forngripi sem berist safninu. „Þjóðminjasafnið þarf að sinna skyldum sínum eins og kveður á í lögum um menningarminjar (80/2012) um móttöku og varðveislu fornminja, og telja félögin að óraunhæft sé að leggja þá ábyrgð á einungis tvo starfsmenn,“ segja þær.

Sjá nánar á Vísir.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Fyrsta sinn í sögu Úkraínu“ segir leyniþjónustan

„Fyrsta sinn í sögu Úkraínu“ segir leyniþjónustan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr er enginn spámaður – „Ég veðjaði 5000 krónum“

Jón Gnarr er enginn spámaður – „Ég veðjaði 5000 krónum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ódýrara að fljúga í gegnum Ísland en að taka lest heim – „Til fjandans með lestirnar!“

Ódýrara að fljúga í gegnum Ísland en að taka lest heim – „Til fjandans með lestirnar!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kastrup enn lokað en borð dekkuð – Gestir fengu ekki að borga fyrir matinn þegar skellt var í lás

Kastrup enn lokað en borð dekkuð – Gestir fengu ekki að borga fyrir matinn þegar skellt var í lás