fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Asnar, kameldýr og hlaupahjól – Þetta eru nýjustu tæki rússneska hersins á vígvellinum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. maí 2025 07:00

Asni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist nú vera ansi frumstætt að nota kameldýr, asna og hlaupahjól á vígvellinum í Úkraínu en það gera Rússar þessa dagana. Sérfræðingur segir að samt sem áður megi ekki vanmeta Rússa.

Mannfall rússneska hersins nær nánast nýjum hæðum daglega og það sama á við um tap hans á hertólum. Þetta veldur því að Rússarnir þurfa að leita nýrra leiða til að geta stundað árásarhernað sinn gegn Úkraínu.

Þeir eru því í vaxandi mæli farnir að nota samgöngutæki á borð við asna, kameldýr, mótorhjól, hlaupahjól og jafnvel skólabíla á vígvellinum.

The Moscow Times og CNN skýra frá þessu. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir í daglegu stöðumati sínu um gang stríðsins að á síðasta ári hafi Rússar misst um 3.000 skriðdreka og allt að 9.000 brynvarin ökutæki.

Á samfélagsmiðlum á borð við X og Telegram er hægt að finna mörg dæmi um hin „nýju samgöngutæki“ Rússa. Rússneski hermaðurinn og herbloggarinn Kirill Fedorov segir til dæmis að varnarmálaráðuneytið hafi sent honum asna í febrúar því engin ökutæki hafi verið til.

The Mosvow Times segir að Rússar hafi notað hesta og jafnvel kameldýr til að fara ferða sinna á vígvellinum.

Forbes skýrði nýlega frá því að hópur rússneskra hermanna hefði stolið úkraínskum skólabíl, sem þeir notuðu til að komast ferða sinna allt þar til úkraínskur drónastjórnandi kom auga á þá og sprengdi skólabílinn í tætlur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“