fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. maí 2025 03:15

Pútín er sigurviss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt og annað gerðist í síðustu viku sem verður að teljast Rússum í óhag varðandi stríðsreksturinn í Rússlandi og tilraunum þeirra til að innlima hluta af Úkraínu í Rússland og tryggja að restin af landinu verði rússneskt áhrifasvæði.

En líklega mun þessi þróun mála ekki hafa þau áhrif að Vladímír Pútín breyti um stefnu varðandi Úkraínu.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, endurtók í síðustu viku víðtækar kröfur Rússa á hendur Úkraínu og hafnaði þar með öllum tillögum um aðrar leiðir til að binda enda á stríðið, þar á meðal tillögum Donald Trump.

Samantekt frá Sameinuðu þjóðunum sýnir að á fyrstu mánuðum ársins hafa árásir Rússa á Úkraínu verið grimmilegri en áður og sést það á tölum um fjölda látinn og særðra óbreyttra úkraínskra borgara sem eru mun hærri en á sama tíma í fyrra.

Nikolai Patrusev, öryggisráðgjafi Pútíns, virtist ekki í vafa um að sigur Rússa sé innan seilingar þegar hann tjáði sig um málið í síðustu viku. „Í dag berjast þátttakendurnir í hinni sérstöku hernaðaraðgerð, eins og afar þeirra og aðrir forfeður, af mikilli ósjálfselsku við að útrýma hinni ómannúðlegu hugmyndafræði nasista. Útlínur sigurs okkar er nú þegar augljósar,“ sagði hann í samtali við ríkisfréttastofuna Tass. Síðan kom hann með óbeina hótun um að úkraínska hafnarborgin Odesa lendi að lokum undir rússneskum yfirráðum.

Spurningin er hins vegar hvort Patrusev og Pútín hafi fylgst með öllu því neikvæða, fyrir stríðsrekstur Rússa, sem átti sér stað í síðustu viku.

Meðal þess sem gerðist var:

Vatíkanfundurinn – Við útför Frans páfa ræddust Volodymyr Zelenskyy og Donald Trump við aleinir í skamma stund. Að því samtali loknu hrósuðu þeir báðir hinum og fundinum og Zelenskyy sagði að hann gæti valdið straumhvörfum varðandi stríðið.

Bandarísk gagnrýni – Þar til um miðjan apríl drógu Trump og hans fólk ekki af sér við að gagnrýna Úkraínu en í síðustu viku snerist dæmið við og nú voru það Rússland og Pútín sem voru skotspónn gagnrýninnar.  „Ég vil að hann hætti að skjóta, setjist niður og skrifi undir samning,“ sagði Trump um Pútín og ræddi um möguleika á frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi.

30 dagar en ekki 3 – Pútín tilkynnti um þriggja daga vopnahlé í tengslum við hátíðarhöldin þann 9. maí, hinn svokallaði Sigurdagur, þar sem Rússar fagna sigrinum yfir nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. En þessi yfirlýsing var ekki til að bæta stöðu Rússa því Úkraínumenn, evrópskir þjóðarleiðtogar og ESB sögðu yfirlýsingu hans ekki marktæka. Bandaríkin tóku undir þessa gagnrýni og sögðust nú vilja 30 daga vopnahlé án allra skilyrða og fleiri samningafundi. Þar með virðast þeir hafa horfið frá tillögu sinni frá því í vikunni á undan þar sem fjöldi skilyrða kom fram, þar á meðal um hugsanlegt afsal Úkraínumanna á Krím til Rússa.

Tékkneskar fallbyssukúlur – Úkraínumenn hafa fengið 400.000 fallbyssukúlur afhentar það sem af er ári í gegnum sameiginleg innkaup nokkurra NATÓ-ríkja, undir forystu Tékka.

F-16 – Bandaríkjaher staðfesti við TWX að hann hafi sent Úkraínumönnum varahluti og annað sem þarf til að halda F-16 orustuþotum þeirra við.

Auðlindasamningurinn – Á fimmtudaginn skrifuðu Úkraína og Bandaríkin undir auðlindasamninginn um aðgang Bandaríkjamanna að úkraínskum náttúruauðlindum. Hann færir Úkraínumönnum von um að nú verði ríkin tvö nátengd hvort öðru efnahagslega. Hluti af samningnum gæti orðið til þess að koma vopnasölu frá Bandaríkjunum til Úkraínu í gang og hefur Donald Trump nú þegar gefið grænt ljós á vopnasölu til Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Í gær

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu