fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. maí 2025 07:23

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um hópslagsmál barna í hverfi 109 í Breiðholti í gærkvöldi. Að sögn lögreglu var málið afgreitt á vettvangi en frekari upplýsingar koma ekki fram í skeyti lögreglu.

Lögreglu var svo tilkynnt um innbrot í bílskúr í hverfi 200 í Kópavogi en þaðan var stolið tveimur skotvopnum.

Þá fékk lögregla tilkynningu um líkamsárás í hverfi 221 í Hafnarfirði og var einn maður handtekinn og hann vistaður í fangaklefa. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut minniháttar meiðsli, að sögn lögreglu.

Í hverfi 108 var tilkynnt um tvo þjófnaði úr verslun og voru málin afgreidd á vettvangi.

Einn gistir fangageymslur lögreglu eftir nóttina en alls er 71 mál skráð í kerfi lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta