fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 4. maí 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Yfirvöld bjóða upp á svona ókeypis tónleika á hverju ári til að laða að ferðamann. Það örugglega margborgar sig því hingað streymir fólk sem eyðir miklum peningum svo þetta skilar sér aftur í kassa hins opinbera,“ segir Þórhallur Steingrímsson, vél- og rekstrarfræðingur, en hann var á tónleikum Lady Gaga á Copacabana-ströndinni í Rio de Janeiro í gær.

Aðgangur var ókeypis og komu 2,1 milljónir manna á tónleikana. Segir Þórhallur að fólk frá öllum heimshornum hafi sótt tónleikana og hann hafi meðal annars hitt fólk frá Noregi.

Þórhallur býr í Rio de Janeiro og er giftur brasilískri konu. Þau nutu tónleikanna í botn þó að þau héldu sig víðsfjarri sviðinu enda ógjörningur að komast að því fyrir mannmergðinni.

„Við vorum bara á veitingastað þarna og nutum lífsins. Af og til gengum við svo í gegnum þvöguna og í áttina að ströndunni. Það voru 20-30 risaflatskjáir meðfram allri ströndinni lengst uppeftir,“ segir Þórhallur.

Vísir greinir frá því að lögreglan í Rio de Janeiro hafi komið í veg fyrir sprengjutilræði í tónleikunum. Hinir grunuðu hafi fengið fólk til að mæta á tónleikana með heimatilbúnar sprengjur. Ætlunin hafi verið að öðlast frægð á samfélagsmiðlum til að geta dreift hatursfullum boðskap í garð hinsegin samfélagsins. Tveir karlmenn hafa verið handteknir vegna málsins, annar er unglingur en hinn fullorðinn karlmaður.

Þórhallur segist ekki hafa orðið var við neitt sem minnti á slíkar lögregluaðgerðir, sem væntanlega hafa farið fram í mikilli fjarlægð frá honum á þessu stóra svæði. Upplifði hann ekkert nema friðsamlega stemningu í fjölmenninu.

Ríó 1
play-sharp-fill

Ríó 1

Ríó 2
play-sharp-fill

Ríó 2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum
Hide picture