fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Hópur ungmenna kom að slysinu á Siglufjarðarvegi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. apríl 2025 10:02

Mynd: Eyþór Árnason. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi Vestra hefur sent frá sér tilkynningu með frekari upplýsingum um alvarlegt umferðarslys sem varð á Siglufjarðarvegi í gærkvöldi. Segir þar að hópur ungmenna hafi komið að slysinu áður en lögreglan komst á staðinn.

Í tilkynningunni kemur fram að bifreið sem ekið var í norðurátt kastaðist utan vegar með þeim afleiðingum að ökumaður hennar, og þrír farþegar slösuðust. Einn hafi verið fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala Háskólasjúkrahús en aðrir farið með sjúkraflugi á spítalann. Frekari upplýsingar um ástand þeirra liggi ekki fyrir.

Fram kemur einnig að hópur ungmenna, tæplega 30 einstaklingar, sem voru á leið í samkvæmi á Hofsósi, hafi verið á vettvangi slyssins þegar lögregla kom á staðinn. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort að ökumaður og farþegar í bílnum tengist þessum hópi.

Segir í tilkynningunni að ungmennunum hafi verið fylgt í húsnæði Björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi þar sem lögregla, björgunarsveit og áfallateymi Raupa krossins hafi hlúð að þeim. Um tíma hafi verið opnuð hjáleið fyrir foreldra og aðstandendur þeirra svo unnt væri að koma öllum í faðm fjölskyldu sinnar eða vina. Bakvakt barnaverndar í Skagafirði hafi verið í sambandi við lögreglu á vettvangi og verið upplýst um aðgerðir.

Segir að lokum  í tilkynningunni að vegurinn hafi verið opnaður fyrir umferð kl. 01.07 í nótt en áfram verði unnið á vettvangi í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Í gær

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel