fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fyrrum forstöðumaður sambýlis á Blönduósi ákærður fyrir umboðssvik í opinberu starfi og fjárdrátt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. apríl 2025 13:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi forstöðumaður sambýlis á Blönduósi hefur verið ákærður fyrir umboðssvik í opinberu starfi og fjárdrátt í opinberu starfi.

Maðurinn er í fyrsta lagi sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og skuldbundið þrjá íbúa sambýlisins, þegar hann í alls sjö skipti notaði persónulega viðskiptareikninga þeirra hjá Lyfju til að kaupa vörur í heimildarleysi í eigin þágu. Starf ákærða fólst í þjónustu við íbúa sambýlisins og hafði hann á grundvelli þess heimild til kaupa á nauðsynjavörum fyrir þá, en þessi kaup voru án heimilda og með öllu ótengd störfum mannsins.

Þessi brot voru framin á árunum 2018 til 2020 og nema samtals rétt tæplega 100 þúsund krónum.

Maðurinn er í annan stað sakaður um að hafa notað kreditkort sambýlisins í heimildarleysi til kaupa á vörum í eigin þágu, annars vegar í Herrahúsinu Adam og hins vegar 66° Norður í Kringlunni. Voru þessi kaup framkvæmd árið 2020 og námu samtals  133 þúsund krónum. Er maðurinn ákærður fyrir umboðssvik og fjárdrátt vegna þessarra kaupa.

Kreditkortið hafði maðurinn fengið til nota fyrir sambýlið og var honum ætlað að greiða með því tilfallandi gjöld tengd starfsemi sambýlisins. Þessi notkun kortsins var hins vegar án heimilda og ótengd störfum ákærða fyrir sambýlið.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 15. apríl næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Í gær

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann