fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum

Pressan
Sunnudaginn 6. apríl 2025 15:30

Ætli það vaxi fíflar þarna? Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir skjóta víða upp kollinum, í görðum, í vegköntum, á ökrum, í innkeyrslum og víðar. Þetta eru fíflar en þeir eru oft álitnir vera illgresi. En fíflar eru í raun grænmeti með æta hluta frá rót upp í blómið. Þeir vinna nú á í eldhúsum víða um heim og eru oft notaðir í sannkallaða sælkerarétti.

Þetta kemur fram á vef Martha Stewart sem bendir á að Samuel Thayer, bandarískur söngvari og rithöfundur, hafi lengi notað grófar rætur fífla til að búa til koffínlausan drykk, fíflakaffi.  Thayer segir að fíflakaffi sé svo gott að hann vilji frekar drekka það en venjulegt kaffi.

Besti uppskerutíminn fyrir ræturnar er á vorin eða haustin. Þá er best að taka þær, þurrka þær, brenna (eins og kaffibaunir) og mala.

Það er hægt að kaupa malaðar fíflarætur sums staðar en áhugafólk sér bara um það sjálft að ná sér í rætur og meðhöndla þær.

Snemma á vorin er hægt að nýta hjarta og krónu fíflanna, það má borða þetta hrátt eða nota við matseld. Snöggsteiking eða steiking við lágan hita, breytir þeim í mikið lostæti. Ung blöðin eru mild og stútfull af vítamínum, aðallega A- og K-vítamíni og kalsíum. Þau eru notuð víða um heim, í frönsk salöt með beikoni til rétta í Miðausturlöndum.

Það er hægt að nota blóm fíflanna í tertur, salöt eða djúpsteikja þau. Einnig er hægt að nota þau í gerjaða drykki eins og heimagerða gosdrykki eða klassískt fíflavín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“