fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum

Pressan
Sunnudaginn 6. apríl 2025 15:30

Ætli það vaxi fíflar þarna? Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir skjóta víða upp kollinum, í görðum, í vegköntum, á ökrum, í innkeyrslum og víðar. Þetta eru fíflar en þeir eru oft álitnir vera illgresi. En fíflar eru í raun grænmeti með æta hluta frá rót upp í blómið. Þeir vinna nú á í eldhúsum víða um heim og eru oft notaðir í sannkallaða sælkerarétti.

Þetta kemur fram á vef Martha Stewart sem bendir á að Samuel Thayer, bandarískur söngvari og rithöfundur, hafi lengi notað grófar rætur fífla til að búa til koffínlausan drykk, fíflakaffi.  Thayer segir að fíflakaffi sé svo gott að hann vilji frekar drekka það en venjulegt kaffi.

Besti uppskerutíminn fyrir ræturnar er á vorin eða haustin. Þá er best að taka þær, þurrka þær, brenna (eins og kaffibaunir) og mala.

Það er hægt að kaupa malaðar fíflarætur sums staðar en áhugafólk sér bara um það sjálft að ná sér í rætur og meðhöndla þær.

Snemma á vorin er hægt að nýta hjarta og krónu fíflanna, það má borða þetta hrátt eða nota við matseld. Snöggsteiking eða steiking við lágan hita, breytir þeim í mikið lostæti. Ung blöðin eru mild og stútfull af vítamínum, aðallega A- og K-vítamíni og kalsíum. Þau eru notuð víða um heim, í frönsk salöt með beikoni til rétta í Miðausturlöndum.

Það er hægt að nota blóm fíflanna í tertur, salöt eða djúpsteikja þau. Einnig er hægt að nota þau í gerjaða drykki eins og heimagerða gosdrykki eða klassískt fíflavín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf