fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Svona geturðu nýtt fíflana í garðinum

Pressan
Sunnudaginn 6. apríl 2025 15:30

Ætli það vaxi fíflar þarna? Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir skjóta víða upp kollinum, í görðum, í vegköntum, á ökrum, í innkeyrslum og víðar. Þetta eru fíflar en þeir eru oft álitnir vera illgresi. En fíflar eru í raun grænmeti með æta hluta frá rót upp í blómið. Þeir vinna nú á í eldhúsum víða um heim og eru oft notaðir í sannkallaða sælkerarétti.

Þetta kemur fram á vef Martha Stewart sem bendir á að Samuel Thayer, bandarískur söngvari og rithöfundur, hafi lengi notað grófar rætur fífla til að búa til koffínlausan drykk, fíflakaffi.  Thayer segir að fíflakaffi sé svo gott að hann vilji frekar drekka það en venjulegt kaffi.

Besti uppskerutíminn fyrir ræturnar er á vorin eða haustin. Þá er best að taka þær, þurrka þær, brenna (eins og kaffibaunir) og mala.

Það er hægt að kaupa malaðar fíflarætur sums staðar en áhugafólk sér bara um það sjálft að ná sér í rætur og meðhöndla þær.

Snemma á vorin er hægt að nýta hjarta og krónu fíflanna, það má borða þetta hrátt eða nota við matseld. Snöggsteiking eða steiking við lágan hita, breytir þeim í mikið lostæti. Ung blöðin eru mild og stútfull af vítamínum, aðallega A- og K-vítamíni og kalsíum. Þau eru notuð víða um heim, í frönsk salöt með beikoni til rétta í Miðausturlöndum.

Það er hægt að nota blóm fíflanna í tertur, salöt eða djúpsteikja þau. Einnig er hægt að nota þau í gerjaða drykki eins og heimagerða gosdrykki eða klassískt fíflavín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi