fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 09:30

Seyðisfjörður er stærsta sjávarplássið í Múlaþingi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar í minnihluta Múlaþings gagnrýna harkalega bókun meirihlutans í sveitarfélaginu um hækkun veiðigjalda. Bent er á að stórútgerðin hafi farið illa með sjávarpláss sveitarfélagsins og það sé pólitískur forarpyttur að amast við því að útgerðin greiði sanngjarnt gjald til innviðauppbyggingar landsins.

Málið var rætt í byggðarráði Múlaþings í gær. Lagði meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fram bókun þar sem tekið var undir ályktun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um gagnrýni á hækkun veiðigjalda. Meðal annars skort á samráði ríkisstjórnarinnar og stuttan umsagnarfrest. Einn fulltrúi minnihlutans, Þröstur Jónsson oddviti Miðflokksins, studdi bókun meirihlutans.

Eyþór Stefánsson lagði þá fram bókun fyrir hönd Austurlistans og Vinstri grænna þar sem bókun meirihlutans var harkalega gagnrýnd.

Benti minnihlutinn á að beinir hagsmunir Múlaþings í þessu máli væru litlir þar sem áhrif á þá sjávarútvegsstarfsemi sem eftir er innan sveitarfélagsins sé lítil.

„Má deila um hvort Múlaþing þyrfti yfir höfuð að skila inn umsögn.
Þar sem stórútgerðin hefur ítrekað rústað sjávarútvegsstarfsemi í sjávarplássum Múlaþings er erfitt að sjá hvata sveitarfélagsins til þess að leggjast gegn því að sama útgerðin greiði sanngjarnt gjald til innviðauppbyggingar landsins. Það hljómar eins og pólitískur forarpyttur,“ segir í bókuninni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu