fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

„Mjög mikið“ af frábrigðum í svartri skýrslu um mötuneyti Lindaskóla – „Matvörur eiga ekki að vera geymdar á gólfinu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. mars 2025 15:00

Mynd/Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mötuneytið Lindaskóla í Kópavogi fékk ekki góðan vitnisburð eftir skoðun Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF), en skoðun fór fram þann 19. febrúar. Þar voru 48 atriði tekin til skoðunar og gerð krafa um umbætur í 40 tilvikum.

HEF segir í niðurstöðu skýrslunnar: „Mjög mikið er af frávikum sem þarf að fara í úrbætur á“ en skólinn fékk tveggja vikna frest til að bregðast við skýrslunni.

Meðal athugasemda voru eftirfarandi:

  • Skemmdir á vegg fyrir aftan bakaraofn – en þar geta safnast óhreinindi eða örverur vaxið.
  • Útidyrahurð höfð opin því loftræstikerfi er ekki nægjanlegt.
  • Matvælavaskur notaður í uppvask.
  • Vantar fataskiptaaðstöðu fyrir starfsfólk
  • Vantar snyrtingu fyrir starfsfólk í mötuneyti
  • Matvörur hafðar með tölvu og pappír, gömlum tómum dósum og öðrum hlutum sem eru ekki í notkun.
  • Vantar úrbótaáætlun
  • Vantar verklag um krossmengun.
  • Matvæli fryst með plastfilmu utan um, en ekki má frysta matvöru í hvaða plasti sem er út af mögulegri plastmengun.
  • Umgengnisreglum ekki fylgt
  • Vantar verklag og vöktun á heilnæmi vatns.
  • Matvörur geymdar á gólfi
  • Vantar merkingar á umbúðir matara
  • Þjálfun starfsfólks ábótavant
  • Vantar meindýravarnir
  • Vantar fluganet
  • Óhreinindi við móttökudyr
  • Vantar rekjanleika
  • Vantar hættugreiningu
  • Vantar verklag um meðhöndlun matarleifa og sorps.

Skoðunarmaður gerði sérstaka athugasemd við að starfsfólk notaði ekki hárnet. Hluti starfsfólks var ekki heldur í vinnufötum. Skoðunarmaður benti starfsfólki á að það ætti að vera með hárnet í mötuneytinu en starfsfólk setti samt ekki upp hárnet. Eins var sérstaklega tekið fram í skýrslunni að matvæli eigi ekki að vera geymd á gólfinu. „Matvörur eiga ekki að vera geymdar á gólfinu. Það þarf að geyma matvæli uppi í hillum, á brettum, á vögnum eða í lokuðum umbúðum.

Skýrsluna má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna
Fréttir
Í gær

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“