fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Einar ósáttur við borgina: Mega framleiða lyf fyrir börn en ekki reka leikskóla

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. mars 2025 08:42

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson, umboðsmaður, almannatengill og lagahöfundur, sendir nýjum meirihluta í borginni tóninn í pistli á Facebook-síðu sinni.

Einar gerir þar frétt Vísis frá því í gærkvöldi að umtalsefni en í henni var greint frá því að nýr meirihluti í borginni hyggist ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins.

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt þetta en hann sagði í frétt Vísis í gær: „Það er hrikalega sorglegt að hafa unnið í þessu Alvotech máli frá byrjun og sjá það drepið af þeim.”

Einar Bárðarson tekur undir þessa gagnrýni nafna síns.

„Í dag eru 30 sjálfstætt starfandi leikskólar í Reykjavík. En Alvotech fær ekki starfsleyfi til að reka einn slíkan leikskóla til að bjarga leikskólamálum í hverfinu hjá sér. Hluti af uppleggi þeirra er að helmingur barnanna verði börn starfsfólks og hinn helmingurinn komi af forgangs listum borgarinnar,“ segir hann og bætir svo við:

„Ergo: Fyrirtækið má framleiða lyf fyrir börn en því er ekki treyst til reka leikskóla. Ef þetta stendur, þá er þetta brot á jafnræðis reglum, nema til standi að taka tilbaka rekstrarleyfi þessa 30 leikskóla í einkarekstri.  En Alvotech þyrfti ekkert að vera að pæla í þessu ef leikskólamál í borginni væru í lagi.“

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, blandar sér meðal annarra í umræðuna við færslu Einars og segir: „Hef tekið nokkra kaffibolla með þeim. Samfélagslega sterk og sniðug hugmynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“