fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Þetta telur réttarmeinafræðingur að sé skýringin á dularfullum andlátum Gene Hackman og Betsy Arakawa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. mars 2025 09:30

Hjónin árið 1986. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að andlát leikarans Gene Hackman og eiginkonu hans Betsy Arakawa hafi vakið mikla athygli enda andlátið dularfullt með afbrigðum. Hjónin fundust bæði látin á heimili sínu í Santa Fe en Hackman var 95 ára en Arakawa 65 ára. Hjónin höfðu líklega verið dáin í níu daga þegar þau fundust en það sem hefur einnig vakið furðu er að hundur sem hjónin áttu var líka dauður þegar viðbragðsaðilar komu á vettvangi. Tveir aðrir hundar í eigu hjónanna voru hins vegar sprelllifandi.

Tilkynnt var um að formleg rannsókn væri hafin á andláti hjónanna í síðustu viku en fram hefur komið að engir áverkar voru á líkum hjónanna og þá hefur gaseitrun verið útilokuð.

Réttarmeinafræðingurinn Dr. Michael Baden ræddi við Fox News um andlátið og hann telur hins vegar að allt eigi sér eðlilegar skýringar. Hann telur að atburðarásinn hafi verið á þá leið að Hackman hafi fengið hjartaáfall þar sem hann var að bardúsa í forstofu heimili síns. Hackman átti sögu um slíkt ogvar til að mynda með ígræddan gangráð.

Dr. Baden telur að eiginkona leikarans hafi síðan látist fyrir slysni þegar hún var í ofboði að reyna að koma eiginmanni sínum til hjálpar. Arakawa fannst á gólfinu í nærliggjandi baðherbergi en í herberginu fannst líka pilluglas og pillur á víð og dreif. Þá hafði gashitari fallið um koll og lá á gólfinu.

Sérfræðingurinn telur líklegt að Arakawa hafi í öllu stressinu annaðhvort fallið um koll á gashitaranum, rotast og síðan dáið af innvortisblæðingum eða einfaldlega fengið sjálf hjartaáfall í öllu stressinu sem fylgdi því að reyna koma eiginmanni sínum til bjargar.

Eins og mörgum fannst Dr. Baden dauði hundarins grunsamlegastur og því taldi hann gaseitrun mjög líklega skýringu til að byrja með. Nú hafi hins vegar komið fram upplýsingar um að þessi eini hundur hafði verið lokaður inni, ólíkt hinum tveimur, og því hafi hann að öllum líkindum dáið úr vökvaskorti.

Hackman og Arakawa voru gift í 34 ár og lifðu rólegu lífi fjarri sviðsljósinu hin síðari ár. Þau áttu ekki börn saman en Hackman átti þrjú börn úr fyrra hjónabandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos