fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Óhugnanlegt myndband: Ungmenni á reiðhjólum börðu ökumann til óbóta

Pressan
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Los Angeles reyna nú að hafa hendur í hári ungmenna, sennilega á aldrinum 16 til 18 ára, sem réðust að ökumanni og börðu til óbóta um hábjartan dag á laugardag.

Að sögn lögreglu kastaðist í kekki á milli ökumannsins og ungmennanna og er að minnsta kosti einn úr hópnum sagður hafa sparkað í bíl mannsins. Hann brást við með því að fara út úr bílnum og kom þá hópurinn aðvífandi og réðst á hann með höggum og spörkum.

New York Post greinir frá því að um 20 til 30 ungmenni hafi ráðist á manninn sem átti ekki möguleika gegn hópnum. Á myndbandi af árásinni sést að hópurinn hafði sig á brott um það leyti sem maðurinn hætti að hreyfa sig.

Maðurinn var með töluverða áverka á sér eftir barsmíðarnar.

„Annað augað var lokað, hann var með glóðarauga, kjálkinn var stokkbólginn. Þetta leit ekki vel út,“ segir Natasha Espinal, aðstandandi mannsins, í samtali við NBC Los Angeles. „Eitthvað þessu líkt ætti ekki að gerast. Það er sorglegt að sjá svona,“ bætir hún við.

Lögregla segist taka málið alvarlega og vinnur nú að því að bera kennsl á ungmennin sem sáust í myndbandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“