fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Jói Björgvinsson hlaut í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin fengu hvor um sig tveggja og hálfs árs dóm í sama máli. Vísir.is greinir frá.

Mennirnir voru sakaðir um að hafa í félagi um nokkurt skeið fram til 2. október 2024 geymt tæplega 3 kg af MDMA kristöllum og tæplega 1.800 MDMA töflur í skrifstofuhúsnæði að Bæjarlind 2 í Kópavogi. Efnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Miðvikudagskvöldið 2. október 2024 komu sakborningarnir í húsnæðið til að sækja efnin en lögreglan hafði áður skipt kristöllunum út fyrir gerviefni.

Marghleraður og grunaður um skipulagða brotastarfsemi

Einn sakborninganna, Elías Shamsudin, er margdæmdur brotamaður. Lögregla hefur lengi fylgst með honum en það kom fram í frétt Stöðvar 2 og Vísis árið 2022 að lögregla hefði hlerað síma hans um 100 sinnum. Hins vegar láku úrskurðir um heimildir til hlerunar á síma hans til hans og vissi því Elías af því að verið væri að hlera hann.

Elías hefur brotasögu allt frá 15 ára aldri, fyrir þjófnað, fjárdrátt, hraðakstur, fjársvik, eignaspjöll, líkamsárás og fíkniefnabrot, meðal annars fíkniefnainnflutning.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“
Fréttir
Í gær

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Í gær

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur