fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Landsréttur skipar héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið fyrir – Gediminas geti tekið til varna

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 11:30

Málið átti sér stað í sumarhúsi fyrir tæpu ári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur fyrirskipað Héraðsdómi Suðurlands að taka til meðferðar Kiðjabergsmálið svokallaða sem dómurinn hafði vísað frá vegna óskýrleika ákæru. Taldi rétturinn að lýsing í ákæru væri ekki svo óljós að það gerði ákærða erfitt að átta sig á sakargiftum á hendur sér og að taka til varna.

Atvikið átti sér stað í sumarhúsi í landi Kiðjabergs í Grímsnesi þann 20. apríl árið 2024. Lést þar litháískur maður að nafni Victoras Buchovskis og var landi hans Gediminas Saulys ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.

Sagði í ákærunni að atlagan hafi beinst að höfði, hálsi og líkama Victoras. Hann hafi verið sleginn tvisvar í höfuð þegar hann sat á stól. Blæddi mikið úr höfði, hálsi og eyrum. Lést hann að völdum heilaáverka.

Þann 29. janúar kom niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands. Var málinu vísað frá.

„Af öllu framansögðu er það mat dómsins að verknaðarlýsing ákæru lýsi ekki með fullnægjandi hætti hvernig og með hvaða athöfnum háttsemi ákærða á að hafa valdið þeim áverkum sem  tilgreindir eru í ákæru og leiddu til andláts A þannig að varðað gæti við 2. mgr. 218. gr. almennra  hegningarlaga nr. 19/1940. Þar sem ákæran uppfyllir við svo búið ekki skilyrði 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá dómi,“ sagði í dóminum.

Sjá einnig:

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Landsréttur tók undir að lýsing þyrfti að vera eins skýr og efnisatriði ákæru glögg þá séu dómafordæmi fyrir því að mál eins og þetta séu tekin fyrir.

„Verður af framangreindum dómum meðal annars ráðið að þegar gögn, sem aflað hefur verið við rannsókn máls, styðja að brot hafi verið framið af ákærða, án þess að taka megi af skarið með  hvaða hætti eða hvenær það hafi nákvæmlega gerst, geti verið réttlætanlegt að lýsa sakargiftum almennar en ella,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Og einnig: „Með kröfu um nákvæmari lýsingu á ætlaðri framgöngu ákærða er hætt við að ákærandi hefði verið settur í þá stöðu að þurfa um of að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur um hvaða verknaðaraðferðum kunni að hafa verið beitt við atlöguna, án þess að hann teldi gögn málsins veita þeim næga stoð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“
Fréttir
Í gær

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Í gær

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur