fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Segir Vítalíu hafa verið margsaga og framburð hennar ekki standast skoðun

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannlíf hefur að undanförnu rifjað upp Vítalíu-málið og birt það í nýju ljósi, á grundvelli upptöku af símtali milli Loga Bergmanns fjölmiðlamanns og Arnars Grant líkamsræktarþjálfara, en upptakan var rannsóknargagn í máli gegn Vítalíu Lazarevu sem kærð var fyrir fjárkúgun gegn þremur auðmönnum.

Vítalía sakaði Loga um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á hótelherbergi í golfferð í Borgarnesi eftir að Logi hafði gengið inn á hana og Arnar Grant á herberginu. Í símtalinu við Arnar þverneitar Logi fyrir að hafa snert Vítalíu og Arnar tekur undir með honum.

Sjá einnig: Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Sem frægt varð sakaði Vítalía þrjá félaga Arnars um að hafa brotið gegn sér í heitum potti í bústað Þórðar Más Jóhannessonar í Skorradal. Mannlíf rifjar upp málið á grundvelli lögregluskýrslna og segir meðal annars:

„Framan af sumarbústaðarferðinni var allt með kyrrum kjörum. Þegar leið á kvöldið yfirgaf Þorsteinn samkvæmið. Einhver lagði til að hann tæki Arnar með sér. Hann var þá að sögn orðinn drukkinn. Arnar þvertók fyrir að fara.

Arnar sló um sig og bauð féllögum sínum að horfa á sig og Vítalíu í ástarleik. Þetta kemur fram í vitnisburði bílstjóra Þorsteins M. Jónssonar, sem kom í bústaðinn áður en dró til þeirra örlagaríku tíðinda sem áttu eftir að skekja íslenskt samfélag. Arnar hafði boðið Vítalíu í bústaðinn þrátt fyrir andmæli félaga sinna. Bílstjórinn sagði að Arnar hefði verið sá eini sem var ánægður með að Vítalía væri á leiðinni. „Vitnið kvað Arnar hafa verið óviðeigandi í tali og sagst ætla að sofa hjá kæranda (Vítalíu) og hinir mættu horfa á ef þeir vildu,“ segir í lögregluskýrslu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist