fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. febrúar 2025 07:38

Víkingur Heiðar Ólafsson Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Heiðar Ólafsson vann til Grammy-verðlauna á verðlaunahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi. Víkingur Heiðar var tilnefndur í flokki bestu einleikara í klassískri tónlist fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðunum eftir Bach.

Um er að ræða mikinn heiður enda eru Grammy-verðlaunin ein sú virtustu í tónlistarheiminum.

Plata bandarísku tónlistarkonunnar Beyoncé, Cowboy Carter, var valin plata ársins og er þetta í fyrsta sinn sem Beyoncé vinnur verðlaun fyrir bestu plötuna. Hún var tilnefnd árin 2010, 2015, 2017 og 2023 en tapaði í öll skiptin.

Lag Kendricks Lamar, Not Like Us, var valið lag ársins og þá fékk Chappel Roan verðlaun sem nýliði ársins.

Hægt er að sjá alla sigurvegara hátíðarinnar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“