fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 07:00

Nýnasistar láta víða að sér kveða, líka í Rússlandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árásum öfgasinna, þar á meðal nýnasista, á innflytjendur, samkynhneigða og heimilislausa fer fjölgandi í Rússlandi.  Þetta er í fyrsta sinn síðan í upphafi aldarinnar sem ofbeldisverkum af þessu tagi fer fjölgandi í landinu.

Svartklæddur maður með grímu, kveikti í bensínsprengju og kastaði í hús þar sem úsbekskt kaffihús er starfrækt. Nokkrir komu að árásinni og einn þeirra tók hana upp en þetta átti sér stað í Ramenskoje sem er um 50 km frá Moskvu. Upptaka var birt á samfélagsmiðlum og mörg hundruð manns hafa tjáð sig um hana og nánast allir hafa hrósað árásarmönnunum og spyrja af hverju það sé úsbekskt kaffihús í bænum.

Þetta er aðeins eitt dæmi um þær árásir sem öfgahægrimenn hafa gert á innflytjendur, samkynhneigða, heimilislaus og eiturlyfjasjúklinga.

Enginn slasaðist í árásinni á kaffihúsið en í öðrum tilfellum hefur fólks slasast alvarlega og jafnvel látist.

Ráðist var á indverskan taugaskurðlækni, sem starfar í St. Pétursborg. Hann sagði að 22-23 ára maður, með skóflu, hafi öskrað „Rússland er bara fyrir hvíta, svartir eiga ekki að vera hér,“ og elt hann með skófluna á lofti.

Margir af ofbeldismönnunum taka árásirnar upp og birta myndefnið á netinu.  Rússneska Nazi Video Monitoring Project, sem safnar og skráir slíkar upptökur, segir að 50-100 nýjar upptökur af þessu tagi séu birtar í hverjum mánuði.

Sérfræðingar segja að bein tengsl séu á milli innrásarinnar í Úkraínu og aukins ofbeldi á götum úti í Rússlandi. „Stríðið, sem hefur staðið í tæp þrjú ár, felur í sér vaxandi þjóðernishyggju og áhuga á fasisma. Þetta tengist herferðum gegn innflytjendum og knýr áfram mikinn vöxt í nýnasískri menningu,“ sagði Igor Sergejev, sérfræðingur á þessu sviði, í samtali við Kavkaz Realii, sem er rússnesku mælandi fjölmiðill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“