fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 09:17

Ibrahim Shah.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi með því að aka steypubíl á hinn átta ára gamla Ibrahim Shah á Ásvöllum í Hafnarfirði í október 2023 segist ekki hafa séð drenginn áður en slysið varð.

Aðalmeðferð fór fram í málinu í gær og er fjallað um hana á vef Vísis.

„Ég sá engan mann, eða neitt yfirleitt,“ hefur Vísir eftir manninum sem er á sjötugsaldri. Maðurinn kvaðst hafa langa reynslu af því að aka hinum ýmsu þungaflutningabílum og var búinn að ákveða að hætta áður en slysið varð.

Sjá einnig: Gáleysi ökumanns vörubifreiðar og ófullnægjandi aðstæður á Ásvöllum urðu Ibrahim að bana

„Það var skelfilegt að enda ferilinn svona,“ sagði maðurinn og nefndi að slysið hefði haft mikil áhrif á hann. Nánar er fjallað um réttarhöldin á vef Vísis.

Ibrahim var að koma af fótboltaæfingu hjá Haukum þegar slysið varð við bílastæði á milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka á Ásvöllum. Er bílstjóranum gefið að sök að hafa ekið bifreiðinni án nægjanlegrar aðgæslu inn á bílastæði Ásvallalaugar án þess að virða forgang hjólreiðamanna og víkja fyrir þeim.

Ibrahim var að hjóla á gangstéttinni í sömu átt og steypubílnum var ekið og beygði bifreiðin í veg fyrir hann þegar henni var ekið inn á bílastæðið við Ásvallalaug.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf út skýrslu um slysið þann 8. Janúar síðastliðinn. Var það niðurstaða skýrslunnar að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaðurinn hafi ekki veitt Ibrahim athygli. Aðrar orsakir voru þær að aðkoma vinnutækja og umferð óvarinna vegfarenda um svæðið þar sem slysið varð, sem var vinnusvæði, var ekki nægilega afmörkuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“