fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Allir muna dagsetninguna en Pútín sér eftir að hafa valið þennan dag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 04:25

Pútín er sagður ætla að herða stríðsreksturinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega muna flestir ef ekki allir dagsetninguna 24. febrúar 2022 sem svartan dag í mannkynssögunni því þá fyrirskipaði Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, her sínum að ráðast inn í Úkraínu. Þetta átti að vera skammvinnur hernaður og markmiðið var að hernema Úkraínu á nokkrum dögum en eins og kunnugt er hefur það ekki gengið eftir.

Pútín segist sjálfur sjá eftir að hafa valið þennan dag því hann hefði átt að fyrirskipa innrás mun fyrr. Þetta sagði hann í samtali við Pavel Zarubin, sem er blaðamaður sem er hliðhollur Pútín og hirð hans. Hugveitan Institute for the Study of War skýrir frá þessu.

Það sem gerir að verkum að Pútín sér eftir að hafa ekki látið til skara skríða fyrr eru hinir svokölluðu Minsk-samningar frá 2014 og 2015. Þeim var komið á, með aðstoð Vesturlanda, á milli Rússlands og Úkráinu og áttu að tryggja vopnahlé í austurhluta Úkraínu þar sem rússneskir aðskilnaðarsinnar höfðu barist, með aðstoð Rússa, gegn úkraínskum yfirvöldum.

Það voru Francois Hollande, þáverandi Frakklandsforseti, og Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, sem höfðu milligöngu um gerð Minsk-2 samningsins en samkvæmt honum áttu ákveðin svæði í Donetsk og Luhansk að fá sjálfsstjórn.

Í viðtalinu við Zarubin sakar Pútín Vesturlönd og Úkraínu um að hafa „villt um fyrir“ Rússum með því að framfylgja ekki Minsk-2 samningnum.

Pútín telur að Vesturlönd hafi þannig veitt Úkraínu tíma til að undirbúa sig „undir hernað“ gegn Rússlandi og segist hann af þeim sökum sjá eftir að hafa ekki látið her sinn ráðast fyrr inn í Úkraínu.

Institute for Study of War bendir á að Minsk-samningarnir hafi verið mjög „hagstæðir“ fyrir Rússa því þeir skuldbundu þá ekki til neins og vopnahléið var ítrekað brotið af aðskilnaðarsinnum sem þeir studdu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“
Fréttir
Í gær

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Í gær

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar