fbpx
Mánudagur 16.september 2024
Fréttir

Maður með hníf hræddi börn á Ísafirði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2024 12:16

Ísafjörður. Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum hefur sent frá sér tilkynningu vegna manns sem var með hníf á sér og var handtekinn á Ísafirði í gærmorgun. Segir í tikynningunni að grunnskólabörn hafi orðið hrædd við manninn.

Tilkynningin er svohljóðandi:

„Vegna fyrirspurna fjölmiðla þykir lögreglunni á Vestfjörðum rétt að upplýsa um að snemma í gærmorgun handtók lögreglan mann í almenningsgarði á Ísafirði. Sá virtist hafa legið sofandi á bekk í garðinum um nóttina. Þegar skólatími hófst í grunnskólanum hafði maðurinn vaknað og urðu nemendur hræddir við þennan einstakling. Maðurinn var með vasahníf á sér en skv. vitnum mun hann ekki hafa beinlínis ógnað nærstöddum með hnífnum en virtist þó vera í andlegu ójafnvægi.

Lögreglan kallaði lækni til að skoða og meta ástand mannsins og í kjölfarið var hann fluttur á viðeigandi heilbrigðisstofnun í Reykjavík. Starfsfólk grunnskólans brást hárrétt við með því að kalla eftir aðstoð lögreglu og hringja í Neyðarlínuna, 112. Enda um óvenjulegar aðstæður að ræða, maður í andlegu ójafnvægi. Alltaf gott að vera vel vakandi fyrir óvenjulegum aðstæðum og gæta varúðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pútín á tvo syni sem hann felur fyrir umheiminum – Þetta er vitað um þá

Pútín á tvo syni sem hann felur fyrir umheiminum – Þetta er vitað um þá
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump var skotmark í annarri skotárás

Trump var skotmark í annarri skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna segir frá skelfilegum aðstæðum starfsmanns Elvars

Sólveig Anna segir frá skelfilegum aðstæðum starfsmanns Elvars
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigusali fór ekki eftir leigusamningi

Leigusali fór ekki eftir leigusamningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magga Frikka og lögmaður hennar krefjast þess að dómari víki sæti

Magga Frikka og lögmaður hennar krefjast þess að dómari víki sæti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran er á leiðinni og Ásta þarf loksins að svara til saka – Sat heilt sumar í gæsluvarðhaldi

Ákæran er á leiðinni og Ásta þarf loksins að svara til saka – Sat heilt sumar í gæsluvarðhaldi