fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fréttir

Einar og Friðjón í hár saman: „Þú ættir að prófa uppistand Friðjón, þetta er bráðfyndið hjá þér“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skaut föstum skotum að Einari Þorsteinssyni borgarstjóra á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Friðjón gerði þar að umtalsefni fréttir gærdagsins þess efnis að Einar hygðist láta gera „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar.

„Nú þurfum við að finna út úr því hvar liggur ábyrgðin, hvar voru mistökin gerð, af hverju er burðarþolið ekki í lagi. Þetta er algjörlega óásættanlegt. […] Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því, “sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun.

Vill alvöru úttekt á alvöru úttektum

Friðjón skaut léttum skotum á Einar vegna þessara orða hans.

„Einar Þorsteinsson, borgarstjóri ætlar í „alvöru úttekt“ á Stóra-Brákarborgarmálinu.  Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru“. Það væri því ágætt að fá úttekt á því hvaða fyrri úttektir borgarinnar teljast til „alvöru úttekta“ og hvaða úttektir gera það ekki. Það væri kostur að sú úttekt væri „alvöru úttekt“.“

Bráðfyndið, segir borgarstjóri

Einar var ekki lengi að svara kollega sínum úr borgarstjórn Reykjavíkur og lagði til við Friðjón að hann prófaði annan starfsvettvang.

„Þú ættir að prófa uppistand Friðjón, þetta er bráðfyndið hjá þér. Geri líka ráð fyrir að foreldrar fagni þessu málefnalega innleggi Sjálfstæðismanna inn í þetta alvarlega mál. Hjálpar sannarlega til að draga umræðuna niður í svona ameríska umræðuhefð. En þú ert auðvitað sérfræðingur í henni,“ sagði borgarstjóri en Friðjón er mikill áhugamaður um bandarísk stjórnmál.

„Hvernig gengur?“

Friðjón svaraði Einari og spurði hvort Kanarnir hefðu núna einkarétt á smá skopi. Það finnist honum skrýtið.

„En stundum er fáránleikinn þannig að það er ekki annað hægt en að benda á hversu grátbroslegur hann er,“ sagði Friðjón og bætti við:

„Það gengur bókstaflega ekkert upp hjá ykkur, borgin er á hausnum, engar íbúðir eru byggðar, Sundabraut er stopp, leikskólamálin eru í hassi, samgöngur í hægagangi og ég er ábyggilega að gleyma einhverju enn mikilvægara en að lokum, breytingarnar sem þið lofuðu, fyrir utan hver situr á borgarstjórastólnum, hvernig gengur?“

Einar hefur ekki svarað Friðjóni þegar þetta er skrifað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök