fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Tvær konur stálu fágætu safni af Barbídúkkum úr hjólhýsi – Ýmislegt annað leyndist í fórum þeirra

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 17:30

Barbídúkkusafnið var metið á 10 þúsund dollara. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Anderson sýslu í Suður Karólínu kom upp um undarlegan stórþjófnað fyrir skemmstu. Tvær konur höfðu stolið rándýru Barbídúkkusafni úr hjólhýsi.

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar voru tvær konur að nafni Erin Duncan og Felicia Houser handteknar fyrir þennan bíræfna þjófnað. Höfðu þær komist að snoðir um að safnið væri geymt í hjólhýsi í bænum Echo Circle. Biðu þær færis og brutust inn þegar hjólhýsið var mannlaust.

Safnið er metið á 10 þúsund dollara, eða um 1,4 milljónir króna. Dúkkurnar voru enn þá í plastumbúðunum, til að halda verðgildi þeirra.

Þegar eigandinn kom heim til sín sá hann Duncan og Houser að fylla bílinn sinn af dúkkum, svartan Yukon jeppa. Sá jeppi reyndist vera stolinn. Hringdi hann í lögregluna en þjófarnir tveir höfðu sig á brott með þýfið.

Lögreglumenn eltu og fundu bílinn með Houser við stýrið skömmu seinna. Ekki nóg með að Barbídúkkusafnið væri í bílnum. Þar var einnig fágætt stolið safn af hafnaboltamyndum sem og nokkuð af hráu kjöti. Var Houser handtekin á staðnum og ákærð fyrir stórþjófnað og innbrot.

Duncan fannst seinna og var einnig handtekin. Auk áðurnefndra brota var hún einnig ákærð fyrir vörslu metamfetamíns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum