fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fréttir

Segir ummæli Erdogan mjög athyglisverð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 07:00

Erdoğan, Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, að svo gæti farið að Tyrkir ráðist inn í Ísrael. Ummælin eru mjög athyglisverð í ljósi þess að Tyrkland er aðili að NATÓ.

Ummælin vöktu að vonum mikla athygli en það er rétt að taka þeim með ákveðnum fyrirvara segir Deniz Serinci, blaðamaður og sérfræðingur í tyrkneskum málefnum. Í samtali við B.T. sagði hann ummælin séu mjög athyglisverð því eftir því sem hann best viti, þá hafi Erdogan aldrei áður sagt neitt þessu líkt og vegna þess að Tyrkland er meðal aðildarríkja NATÓ en NATÓ styður Ísrael.

„En að því sögðu, þá er þetta ekki eitthvað sem maður þarf að taka mjög alvarlega. Ég held að Ísraelsmenn geri það heldur ekki,“ sagði hann.

Yair Lapid, leiðtogi ísraelsku stjórnarandstöðunnar, tjáði sig um málið á samfélagsmiðlinum X á sunnudaginn og sagði að Ísraelsmenn hlusti ekki á hótanir manns sem „vilji vera einræðisherra“.

Erdogan lét ummælin falla eftir að Ísraelsmenn hófu árásir á Líbanon í hefndarskyni fyrir árás Hizbolla á fótboltavöll í Gólanhæðum þar sem 12 börn og unglingar létust.

Sérfræðingar hafa bent á að tyrkneski herinn eigi ekki roð í þann ísraelska og þess utan er Ísrael kjarnorkuveldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu

Íslendingar nefna hvað þeir myndu gera ef þeir ynnu 642 milljónir í Víkingalottóinu
Fréttir
Í gær

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar

Hæstiréttur neitar að taka fyrir mál manns sem nuddaði rass stjúpdóttur sinnar
Fréttir
Í gær

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu

Það þýðir ekkert að kvarta við umboðsmann Alþingis yfir kílómetragjaldinu
Fréttir
Í gær

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
Fréttir
Í gær

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“