fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Þreföld eftirspurn eftir leiguhúsnæði miðað við framboð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. maí 2024 07:39

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu fjórum mánuðum hefur hlutfall virkra leitenda af nýjum leigusamningum á leiguvefnum myigloo.is hækkað töluvert. Bendir þessi þróun til þess að eftirspurnarþrýstingur hafi aukist töluvert á leigumarkaði, þar sem fleiri tilvonandi leigjendur keppast nú um hverja leiguíbúð en áður.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu HMS fyrir maímánuð.

„Myndin hér að neðan sýnir hlutfall virkra leitenda á myigloo.is af fjölda nýrra leigusamninga á síðustu átta mánuðum. Þar sést að eftirspurn eftir leiguhúsnæði á vefnum var töluvert umfram framboð þess í apríl síðastliðnum, þar sem fjöldi notenda í virkri leit var þrefaldur á við fjölda samninga sem tóku gildi í mánuðinum,“ segir í skýrslunni.

Þá er bent á að skráningartími leiguauglýsinga á myigloo.is hafi nær helmingast á fjórum mánuðum. Í apríl voru um fjórðungur leiguíbúða teknar af vefnum í apríl afskráðar innan tveggja daga frá skráningu. Miðgildi tíma afskráningar var 7 dagar, sem þýðir að helmingur afskráninga átti sér stað á innan við viku frá skráningu.

„Til samanburðar var miðgildi afskráningartíma 13 dagar í janúar, en þá hafði um fjórðungur afskráðra auglýsinga verið á vefnum í 5 daga eða skemur. Auglýsingatíminn hefur því nær helmingast á fjórum mánuðum. Leiguauglýsingar fara því mun hraðar af vefnum í apríl miðað við janúar, sem bendir til aukinnar eftirspurnar eftir leiguhúsnæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“