fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
Fréttir

Aþena Sif dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir hryllilega árás – Blóð víðsvegar í anddyri og fyrir framan lyftu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. maí 2024 10:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. maí síðastliðinn var Aþena Sif Eiðsdóttir, kona fædd árið 2001, dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir hættulega árás með hnífi. Ákært var vegna atviks sem átti sér stað laugardaginn 24. september árið 2022, á höfuðborgarsvæðin. Árásin átti sér stað inni í bíl og fyrir utan bílinn. Aþena var sökuð um að hafa stungið aðra konu fimm sinnum í líkamann með hnífi, með þeim afleiðingum að hún hlaut skurði á vinstri öxl neðan viðbeins, hægra læri, hægri upphandlegg, vinstra handarbaki og baugfingri hægri handar.

Í málsatvikakafla dómsins segir að lögregla hafi fengið tilkynningu um stunguárás á ónefndum stað í Reykjavík og þegar þangað kom mátti sjá blóð víðsvegar í anddyri og fyrir framan lyftu. Skömmu síðar barst tilkynning um að komið hefði verið með stúlku á slysadeild Landspítala –háskólasjúkrahúss í Fossvogi, sem orðið hefði fyrir hnífstungum og sá sem komið hefði með hana hefði síðan yfirgefið deildina fótgangandi. Lögregla hafði uppi á manninum sem kom stúlkunni á bráðadeildina. Brotaþolinn sagði frá því sem hafði komið fyrir hana og var bókað að hún hefði orðið fyrir fimm hnífstungum. Manninum sem fór með hana á bráðadeildina tókst að stöðva blæðingu úr stungusárunum.

Um tíu dögum eftir árásina mætti brotaþoli í skýrslutöku hjá lögreglu og lýsti þar atvikum. Kom þá í ljós að afbrýðisemi og deilur um ástarmál komu við sögu. Atvikunum er lýst svona í texta dómsins, þar sem segir frá skýrslutöku brotaþolans:

„Brotaþoli mætti til skýrslutöku hjá lögreglu 4. október 2022 ásamt lögmanni. Þar greindi hún frá því að hún hefði verið búin að mæla sér mót við kærasta sinn heima hjá honum er hún hefði séð ákærðu vera að skutla honum heim til sín. Henni hefði boðið í grun að hann hefði verið að halda fram hjá henni með ákærðu. Hún hefði farið með honum inn þar sem þau hefðu rætt málin en hún síðan ákveðið að fara aftur út þar sem ákærða hefði verið í bílnum, bankað á bílgluggann hjá henni og hún þá opnað bílhurðina. Brotaþoli kvaðst hafa innt hana eftir því hvort hún væri að sofa hjá kærastanum hennar. Því hefði ákærða neitað og borið um að vera á föstu með nafngreindum manni og hafa engan áhuga á kærasta hennar. Þessu hefði brotaþoli ekki trúað þar sem hún vissi til þess að nefndur maður væri í sambandi með annarri stúlku. Hún hefði hallað sér yfir ákærðu og sagt henni að vera ekki að ljúga að sér. Þá hefði ákærða stungið hana með hnífi fyrir neðan vinstra viðbein. Hún hefði í fyrstu ekki fundið að ákærða væri að stinga hana en fundið að eitthvað hafði gerst þannig að hún hefði vikið frá bifreiðinni. Brotaþoli bar um að hafa í fyrstu ekki séð hnífinn en svo fengið áverka á fingri er hún hefði verið að reyna að verjast atlögu ákærðu. Ákærða hefði þá allt í einu verið komin út úr bílnum og taldi brotaþoli að hún hefði haldið árásinni áfram en atburðarásin hefði verið þannig í móðu að hún hefði ekki gert sér grein fyrir því hvenær einstakar hnífstungur hefðu átt sér stað. Hún hefði síðan náð að hlaupa burt og inn í anddyri hússins þar sem B hefði komið niður og séð hvað hafði gerst. Hann hefði strax hringt í 112 og hlaupið til og náð í belti sem hann hefði sett utan um fótlegg hennar en það hefði blætt svakalega úr fótleggnum. Þar sem sjúkrabíllinn hefði verið svo lengi á leiðinni hefði hann skutlað henni beint á sjúkrahús á áðurnefndri bifreið þar sem ákærða hefði verið hlaupin burt.“

Bar við sjálfsvörn

Aþena bar því við fyrir dómi að hún hefði fyrst gripið til vopnsins eftir að brotaþolinn hefði ráðist á hana. Hefði vakað fyrir henni að komast undan henni með því að stinga hana en hún hafi ekki haft í hyggju að ráða henni bana.

Dómurinn féllst ekki á að aðstæður hafi verið þannig að Aþena hafi þurft að beita hníf til að verjast atlögu brotaþolans. Dómari taldi hins vegar ekki liggja fyrir ásetningur um manndráp og var hún því sakfelld fyrir líkamsárás. Refsingin er fjögurra ára fangelsi. Einnig var hún dæmd til að greiða brotaþolanum 900 þúsund krónur í miskabætur og 2.250.000 kr. í málskostnað.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Klúður lögmanns sem mætti ekki í dómsal

Klúður lögmanns sem mætti ekki í dómsal
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Umfangsmiklar aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi á heimsvísu – Lögðu hald á netþjóna misyndismanna á Íslandi

Umfangsmiklar aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi á heimsvísu – Lögðu hald á netþjóna misyndismanna á Íslandi
Fréttir
Í gær

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar
Fréttir
Í gær

„Glataðasta frétt vikunnar er fundin“

„Glataðasta frétt vikunnar er fundin“
Fréttir
Í gær

Strokufanginn og höfuðpaurinn í stóra Bitcoin-málinu hlýtur enn einn dóminn – Fór úr „stærsta ráni Íslandssögunnar“ yfir í misheppnað smygl

Strokufanginn og höfuðpaurinn í stóra Bitcoin-málinu hlýtur enn einn dóminn – Fór úr „stærsta ráni Íslandssögunnar“ yfir í misheppnað smygl
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi söngvari Spandau Ballet ákærður – Raðnauðgari með blæti fyrir að brjóta á sofandi konum

Fyrrverandi söngvari Spandau Ballet ákærður – Raðnauðgari með blæti fyrir að brjóta á sofandi konum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi sendiherra á Íslandi ræðst á Trump og Repúblíkanaforystuna – „Geðbilað raus“

Fyrrverandi sendiherra á Íslandi ræðst á Trump og Repúblíkanaforystuna – „Geðbilað raus“