fbpx
Mánudagur 27.maí 2024
Fréttir

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. apríl 2024 14:57

Mynd: Ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég varð ekki vör við nokkurn skapaðan hlut,“ segir kona sem býr í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfi á Akureyri. Þar lést kona í nótt og sambýlismaður hennar er í haldi lögreglu þar sem grunur leikur á að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum hætti.

Sjá einnig: Grunur um manndráp á Akureyri

Um er að ræða 11 íbúða fjölbýlishús en konan sem ræddi við DV segir samgang á milli íbúa vera mjög lítinn. „Við bjóðum hvert öðru góðan daginn og þess háttar en við erum ekki að fara í kaffi hvert hjá öðru.“

Hún telur að parið sem hér á í hlut sé um eða undir þrítugu. Þau hafi boðið af sér góðan góðan þokka. „Afar viðkunnanlegt fólk. Það fer rosalega lítið fyrir þeim,“ segir hún og talar um báðar manneskjurnar í nútíð. Hún segist aldrei hafa orðið vör við ónæði frá íbúð fólksins. „Það eina sem maður heyrir hérna eru hurðir að skellast, annað heyrir maður ekki, maður heyrir ekki tal fólks eða neitt slíkt.“

Hún segir íbúa í húsinu virða mörk og einkalíf hver annars. „Samskiptin eru góð svo langt sem þau ná.“ Að sögn konunnar var parið barnlaust, hún telur þau vera íslensk en er ekki með það á hreinu. Sem fyrr segir eru samskipti milli íbúa í húsinu lítil.

Rannsókn lögreglu á málinu er á viðkvæmu stigi og eru litlar upplýsingar veittar.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að fyrstu lögreglumönnum sem komu á vettvang hafi verið vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað.

Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur og var konan úrskurðuð látin á vettvangi.

Grunur er um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti og hefur lögreglan hafið rannsókn.

Að sögn lögreglu var annar einstaklingur í íbúðinni og var hann handtekinn í þágu rannsóknar málsins og nýtur réttarstöðu sakbornings. Krafa um gæsluvarðhald yfir honum verður lögð fram fyrir dómi í dag.

Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Rannsókn málsins er á frumstigi og mikil vinna framundan. Vegna rannsóknarhagsmuna er ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Lífsreynd og tekur atvikið ekki nærri sér

„Ég er orðin það fullorðin og sjóuð að ég læt ekki slá mig út af laginu,“ segir konan er DV spyr hana hvort hún sé slegin vegna atviksins. „Það gildir að vera varkár og passa sig með orð og æði og fara varlega. Ég var líka alin þannig upp að maður eigi ekki að hnýsast í mál annarra. Eins og ég segi, við sem hér búum bjóðum hvert öðru góðan dag en lengra ná samskiptin ekki.“

Hún ítrekar að parið sem í hlut á hafi boðið af sér góðan þokka og verið óaðfinnanlegir nágrannar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Pútín horfir báðum augum á eyjuna okkar“

„Pútín horfir báðum augum á eyjuna okkar“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Látum þá berjast“ – Boðskapurinn sem getur neytt Biden til að láta undan Úkraínu

„Látum þá berjast“ – Boðskapurinn sem getur neytt Biden til að láta undan Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúta logaði í Borgartúni

Rúta logaði í Borgartúni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásu Guðbjörgu og börnum brugðið eftir að lögreglan sneri aftur á heimili þeirra – „Þau bara ná ekki utan um þetta“

Ásu Guðbjörgu og börnum brugðið eftir að lögreglan sneri aftur á heimili þeirra – „Þau bara ná ekki utan um þetta“