fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fréttir

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 22. apríl 2024 07:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður bjart og milt víðast hvar á landinu í dag og hitatölur sem minna á góða sumardaga. Sumardagurinn fyrsti er einmitt næstkomandi fimmtudag.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að hæð vestur af Írlandi þokist nú í átt að landinu.

„Útlit fyrir fremur hægan vind og víða léttskýjað í dag. Hiti að deginum 5 til 13 stig, mildast sunnan og vestanlands. Ekki verða miklar breytingar í veðri næstu daga, milt og úrkomulítið. Um miðja viku verður áttin norðlægari og þá fer að kólna á Norður- og Austurlandi,“ segir Veðurfræðingur

Eins og sést á meðfylgjandi mynd má gera ráð fyrir tveggja stafa hitatölum víða á landinu, til dæmis á suðvesturhorninu, á Norðurlandi og á Suðurlandi þar sem mildast verður á Kirkjubæjarklaustri, eða 13 stiga hiti í mjög hægum vindi.

Veðurhorfur næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt og léttskýjað, en skýjað við vesturströndina. Hiti 5 til 13 yfir daginn, hlýjast á Suðurlandi.

Á miðvikudag:
Austan og norðaustan 3-8 m/s. Skýjað með köflum vestanlands og hiti 6 til 12 að deginum. Yfirleitt bjart á Norður- og Austurlandi, en skýjað við ströndina. Hiti 1 til 5 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Fremur hæg norðlæg átt. Léttskýjað á Suður- og Vesturlandi og hiti 5 til 11 stig yfir daginn. Skýjað með köflum norðan- og austanlands með hita kringum frostmark.

Á laugardag:
Norðan- og norðaustanátt með éljum á norðaustanverðu landinu og hita nálægt frostmarki, en bjartviðri sunnan heiða með hita 4 til 8 stig yfir daginn.

Á sunnudag:
Útlit fyrir hæga breytilega átt og víða dálítil él. Hiti breytist lítið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi
Fréttir
Í gær

NATÓ-ríki íhuga að senda hermenn til Úkraínu

NATÓ-ríki íhuga að senda hermenn til Úkraínu
Fréttir
Í gær

„Áhorfendur áttu betra skilið“

„Áhorfendur áttu betra skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þreföld eftirspurn eftir leiguhúsnæði miðað við framboð

Þreföld eftirspurn eftir leiguhúsnæði miðað við framboð