fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fréttir

Stöð 2 lækkar verð

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. apríl 2024 18:02

Sigurður Amlín Magnússon, rekstrarstjóri Stöðvar 2 og Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 1. maí næstkomandi mun streymisveitan Stöð 2+ vera aðgengileg viðskiptavinum á lægra verði. Hægt verður að velja hvort auglýsingar birtast þegar efni í veitunni er spilað eða ekki. Nýtt verð Stöð 2+ með auglýsingum verður 3.990 kr. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Viðskiptavinir munu áfram geta keypt Stöð 2+ án auglýsinga en verð þeirrar þjónustu verður 5.990 kr. frá og með 1. júní næstkomandi. Þetta er fyrirkomulag sem þekkist víða í heimi streymisveitna og eðlileg þróun á vörum og þjónustu Stöð 2. 

„Það er gríðarleg samkeppni á markaði fyrir afþreyingu, bæði innlend og erlend. Það er okkur því mikil ánægja að geta kynnt til leiks lægri verð og vonandi gert fleirum kost á því að njóta þess gæðaefnis sem er aðgengilegt í Stöð 2+,“ segir Sigurður Amlín Magnússon, rekstrarstjóri Stöðvar 2. 

Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er stolt af því íslenska efni sem hægt er að nálgast á efnisveitunni:

„Eitt af markmiðum Stöðvar 2 er að skara fram úr þegar kemur að framleiðslu á innlendu efni en á efnisveitunni Stöð 2+ má finna á þriðja hundrað íslenskra þáttaraða og við erum með metnaðarfull markmið um að bæta í. Við erum sömuleiðis mjög meðvituð um mikilvægi þess að bjóða upp á fjölbreytt úrval af íslensku barnaefni í bland við talsett gæða barnaefni. Við erum einstaklega stolt af því að vera heimili Skoppu og Skrítlu auk þess að vera með fleiri spennandi verkefni fyrir börn í pípunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klerkastjórnin í Íran sögð aldrei hafa staðið verr að vígi

Klerkastjórnin í Íran sögð aldrei hafa staðið verr að vígi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur Ragnar Þór sagt í gegnum árin um málaflokkana sem heyra undir ráðuneyti hans

Þetta hefur Ragnar Þór sagt í gegnum árin um málaflokkana sem heyra undir ráðuneyti hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stálu Pokemon myndum fyrir tug milljónir króna – Lögregla í L.A. rannsakar hvort tvö mál tengist

Stálu Pokemon myndum fyrir tug milljónir króna – Lögregla í L.A. rannsakar hvort tvö mál tengist
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum