fbpx
Þriðjudagur 28.maí 2024
Fréttir

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 18:30

Siggi stormur er bjartsýnn maður en jafnvel hann er óvenju bjartsýnn fyrir íslenska sumrinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðrið hefur ekki beint leikið við okkur Íslendinga síðustu misseri og ekki laust við að landsmenn séu farnir að örvænta eftir vorinu.

DV sló á þráðinn til Sigurðs Þ. Ragnarssonar, betur þekktur sem Siggi stormur, og fékk hann til að rýna í veðurkortin og reyna að meta hvernig sumar er framundan.

Skemmst er frá því að segja að Siggi telur að Íslendingar geti sparað sér útgjöld varðandi ferðalög til útlanda því allt bendir til að gott sumar sé framundan.

„Til skamms tíma má segja að það sé ákveðin kúvending um helgina en þá fáum við yfir okkur mjög eindregin hlýindi sem eru komin til að vera. Það byrjar þó á smá vætu en svo birtir til.” segir Siggi.

Siggi bendir á að fyrri hluti aprílmánaðar hafi verið sá næstkaldasti á öldinni á höfuðborgarsvæðinu og sá kaldasti fyrir norðan.

„Þannig að það eru ánægjulegar breytingar í kortunum,” segir Siggi.

Þó að allt bendi til þess að næsta vika verði góð þá segir Siggi að sumar spár gefi til kynna að lokaskotið varðandi leiðinlegt veður, kulda og jafnvel éljagang, komi í kringum sumardaginn fyrsta. Eftir það er hins vegar tilefni til bjartsýni.

„Stóru tíðindin í langtímaspánum eru þær að það eru horfur á hlýju sumri og lítilli úrkomu. Maí verður líklega svona lala-mánuðu en júní, júlí og ágúst verða prýðilegir. Það bendir allt til þess að við getum brosað hringinn og farið að dusta rykið af húsbýlum og hjólhýsum. Ég er óvenju bjartsýnn fyrir sumarið,” segir Siggi sem er þó með bjartsýnni mönnum fyrir!

„Ég er búinn að fylgjast með þessum spám í yfir 20 ár og þetta virðist óvenjulega hagstætt í ár. Það verður þó að taka þetta með smá fyrirvara. Þetta eru ekki dægurbundnar spár heldur spár yfir tímabil,” leggur Siggi áherslu á. Þá flækir það einnig málið að verið er að spá fyrir litla eyju í Atlantshafi.

Hann segist byggja spár sínar á tíðarfarsspám bandarísku veðurstofunnar. „Það eru aldrei allar spár eins en að mínu mati er óvenju bjart yfir þessum spám. Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu,” segir Siggi stormur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bráðfyndið atvik í verslun – Reyndi að svíkja út pening en var sjálf kærð

Bráðfyndið atvik í verslun – Reyndi að svíkja út pening en var sjálf kærð
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ásta Lóa lætur kollega sína á þinginu heyra það: „Ég bara skil þetta ekki“

Ásta Lóa lætur kollega sína á þinginu heyra það: „Ég bara skil þetta ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru dýrustu og ódýrustu borgir Evrópu til að fara í helgarferð

Þetta eru dýrustu og ódýrustu borgir Evrópu til að fara í helgarferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rútuslys í Rangárvallasýslu

Rútuslys í Rangárvallasýslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Bjarni stígur dans í Malaví

Myndband: Bjarni stígur dans í Malaví
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“