fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fréttir

Ísraelskar konur hafa gert þetta í 70 ár

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 04:03

Ísraelskar herkonur við störf. Mynd:Ísraelski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega 70 ár hafa konur gegnt herþjónustu í Ísrael.  Þær gegna herþjónustu í tvö ár, hálfu ári skemur en karlar. Nýlega var konum heimilað að berjast í fremstu víglínu.

Heimsfrægar ísraelskar konur á borð við Gal Gadot, sem er einna þekktust fyrir að leika Wonder Woman, og poppstjarnan Noa Kirel gegnu herþjónustu. „Góð æfing fyrir hasarmynd í Hollywood,“ sagði Gal Gadot eitt sinn um tíma sinn í hernum.

Eftir margra ára þrýsting var konum nýlega heimilað að berjast í fremstu víglínu. Þetta hefur reynst svo vel að Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, sagði nýlega að „þetta muni valda dramatískum breytingum á herskyldu kvenna“.

Nokkrar konur hafa gegnt yfirmannsstöðum í stríðinu á Gaza. Í janúar fór Amit Busi, kapteinn, fyrir 83 manna hersveit sinni, þar sem tæplega helmingur var karlar. Hún bar ábyrgð á að aðstoða fótgönguliða við að komast inn í skemmdar byggingar og byggingar sem búið var að koma sprengjum fyrir í og hætta var á að myndu hrynja og að bjarga særðum hermönnum frá vígvellinum.

Eins og allir aðrir svaf hún í tjaldi, var í stígvélunum á meðan hún svaf, var með sama útbúnað og aðrir en þyngd hans svaraði til þriðjungs líkamsþyngdar hennar. Hún varð einnig að sætta sig við að fá bara að fara í bað aðra hverja viku og það í gámi.

„Við erum hér af því að herinn hefur þörf fyrir okkur,“ sagði hún í samtali við New York Times.

Þegar Hamas réðst á Ísrael þann 7. október og hóf stríðið var skriðdrekadeild, eingöngu skipuð konum, nærri egypsku landamærunum. Hún var meðal þeirra fyrstu sem brugðust við og barðist við hryðjuverkamennina og tryggði öryggið við egypsku landamærin.

Herdeildin, sem var fest í sessi 2022 eftir tveggja og hálfs árs tilraunaverkefni, gerði út af við rúmlega 50 hryðjuverkamenn og kom í veg fyrir að hryðjuverkamenn kæmust lengra í suðurátt.

Times of Israel segir að þetta og aðrar hetjudáðir ísraelskra kvenna þann 7. október og síðar hafi líklega átt stærri hlut í að breyta því hvernig litið er á konur í ísraelska hernum en nokkur umræða eða tilraunaverkefni hefði gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

NATÓ-ríki íhuga að senda hermenn til Úkraínu

NATÓ-ríki íhuga að senda hermenn til Úkraínu
Fréttir
Í gær

„Áhorfendur áttu betra skilið“

„Áhorfendur áttu betra skilið“
Fréttir
Í gær

Þreföld eftirspurn eftir leiguhúsnæði miðað við framboð

Þreföld eftirspurn eftir leiguhúsnæði miðað við framboð