fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 16:30

Þóra Arnórsdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun Landsvikjrunar að halda árshátíð sína á landsbyggðinni þetta árið enda sé fyrirtækið landsbyggðarfyrirtæki.

Kostnaður vegna árshátíðarinnar, sem var haldin á Egilsstöðum, var hátt í 100 milljónir króna, en málið kom til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær.

Starfsmönnum fyrirtækisins, sem er alfarið í eigu íslenska ríkisins, var flogið með breiðþotu Icelandair frá höfuðborgarsvæðinu austur á Egilsstaði þar sem gist var í tvær nætur. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók þetta upp í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær og beindi spurningum sínum til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem tók undir að um verulegan kostnað væri að ræða og sagði mikilvægt að opinber fyrirtæki gættu hófs en að Landsvirkjun stæði vel og skilaði miklum arði til ríkisins.

Í fréttum RÚV kom fram að dagskrá árshátíðarinnar hefði verið vegleg og teygt sig yfir tvo daga. Rætt var við Þóru Arnórsdóttur, forstöðumann samskipta hjá Landsvirkjun. Hún sagði það hafa staðið til síðan 2020 að halda árshátíðina á landsbyggðinni en fresta hafi þurft árshátíðinni þrjú ár í röð vegna Covid-faraldursins og á síðasta ári hafi ekki gefist nægur tími til að halda árshátíðina utan höfuðborgarsvæðisins. Þegar spurt var um kostnaðinn sagði Þóra:

„Þetta er rándýr árshátíð.“

Hún sagði kostnaðinn nema tugum milljóna en undir 100 milljónum. Lokatölur væru þó ekki komnar. Þegar makar starfsmanna væru taldir með hefði á fjórða hundrað manns verið flogið til Egilsstaða.

Segir fullyrðingar um kostnað á mann vera tilbúning

Þóra fjallar um málið í lokaðri Facebook-færslu í dag og gefur í skyn að það sé orðum aukið að mikill glamúrbragur hafi verið á hátíðinni:

„Ég tók glöð þátt í þessari fínu árshátíð Landsvirkjunar. Flaug austur og keypti kjól í River á Egilsstöðum, fór í Vök og dansaði í íþróttahúsinu eftir heiðarlega lambakjötsmáltíð. Það var nú allur glamúrinn. Starfsfólkið í fatahenginu var í fjáröflun fyrir Hött, Bautinn og Valaskjálf sáu um veitingar o.frv.“

Hún segir að valið á staðsetnningu fyrir árshátíðina endurspegli áherslur Landsvirkjunar og að fullyrðingar um kostnað á hvern starfsmann við hátíðarhöldin séu tilbúningur:

„Landsvirkjun er landsbyggðarfyrirtæki. Á hverju ári er hátt í helmingi starfsfólksins sem býr út um allt land ekið og flogið til Reykjavíkur á árshátíð og fundin gisting. Þegar því er snúið við er það skandall. Ég held að mannauðsdeildin sem skipulagði þennan viðburð, hafi alveg vitað að það er miklu ódýrara að fara til Brighton eða Amsterdam – eða vera bara í Reykjavík. Það var val fyrirtækisins að verja þessum fjármunum innanlands, í landsfjórðungi þar sem stór hluti tekna Landsvirkjunar verður til. Nýta innviði sem standa lítið notaðir á þessum árstíma og borga það sem það kostar að ferðast, gista, borða á Íslandi. Og NB það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann, það er tilbúningur. Ég held að það hafi verið um 450 manns mættir.

Landsvirkjun er vel rekið fyrirtæki sem hefur skilað methagnaði síðustu ár á meðan skuldirnar lækka jafnt og þétt – þetta fólk kann alveg að fara með fé. Það skiptir hins vegar miklu hvar og hvernig því er varið. Helgin heppnaðist eins og best verður á kosið, Austfirðingar tóku okkur með kostum og kynjum og gerðu allt til að láta þetta ganga upp.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Í gær

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum