fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 13. apríl 2024 09:30

Hinn rándýri hringur hefur vakið athygli. Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli hefur vakið á samfélagsmiðlum að stórmarkaðurinn Costco í Garðabæ hefur nú til sölu demantshring sem verðlagður er á tæpar 18 milljónir króna. Það er 17.999.999 krónur.

Hringurinn sem er hafður til sýnis er hins vegar aðeins eftirlíking. Tilgangslaust væri því fyrir fingralanga að ætla að nappa honum undan glerinu.

Í athugasemdum við færslu þar sem verið er að ræða téðan demantshring segja nokkrir að um sé að ræða sálfræðilega sölutaktík hjá versluninni. Það er að rándýrum hlutum sé stillt upp við inngang verslunarinnar til þess að það sem viðskiptavinurinn sér seinna virki afar ódýrt í samanburðinum. Ekki sé búist við því að þessir dýru hlutir seljist.

Skjáskot/Reddit

Aðrir benda á að verðlag á demöntum sé afar bjagað. Fá fyrirtæki hafi einokunaraðstöðu á demantamarkaði og ekkert réttlæti þetta háa verð.

Gullæði og gíraffi

Ýmislegt óvanalegt og rándýrt hefur verið selt í Costco í gegnum tíðina. Það hefur þó ekki aftrað Íslendingum frá því að rífa upp budduna.

Sjá einnig:

Gíraffinn í Costco er seldur

Árið 2020 var greint frá því að gullstangir sem verslunin flutti inn hefðu selst upp á einum degi. Verðið á 20 gramma gullstöng var 224 þúsund krónur, 50 gramma á 550 þúsund og 100 gramma á 1 milljón og 120 þúsund krónur. Gullstangir eru enn þá seldar í Costco.

Þegar Costco opnaði árið 2017 voru fluttar inn tvær risastórar styttur, annars vegar af fíl og hins vegar af gíraffa. Styttan af fílnum fór fljótlega í Fjölskyldu og húsdýragarðinn en maður að nafni Gunnar Páll Tryggvason keypti gíraffann. Hann kostaði eitthvað á fjórða hundrað þúsund krónur.

„Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi á sínum tíma þegar hann var búinn að fá Gíraffann í garðinn til sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“